Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar skólaárið 2015-2016.

Foreldrar nemenda eru bekkjarfulltrúar.

1. bekkur

 • Aron Elí Elíasson
 • Ásberg Júl Guðmundsson 

2. bekkur

 • Ágúst Atli Ólafsson
 • Bjargey Sandra Sigmundsdóttir
 • Dawid Sawicki

3. bekkur

 • Benedikt Kári Theódórsson
 • Gunnar Egill Gunnarsson
 • Halldór Ragúel Guðbjartsson

4.- 5. bekkur 

 • Jórunn Inga Sigurgeirsdóttir 
 • Hálfdán Artur Róbertsson
 • Magnús Baldvin Birgisson

6. bekkur 

 • Edda Borg Ágústudóttir
 • Íris Embla Stefánsdóttir
 • Jóhann Samuel Rendall

7. bekkur

 • Oliver Rähni 
 • Sveinn Grettir Sigurjónsson
 • Vala Karítas Guðbjartsdóttir

8. bekkur

 •  Aleksander Koszalka
 • Alexander Húni Magnússon
 • Amonrat Pothiya
 • Guðmundur Lárus Agnarsson

9. -10. bekkur 

 • Aðalsteinn Stefánsson
 • Andri Snær Sigmundsson
 • Matthías Már Sigurgeirsson  

 

Bekkjarfulltrúar

Færa má sterk rök fyrir því að góðir foreldrar séu mikilvægasta breytan þegar kemur að velgengni barnanna í lífinu. Þegar foreldrar sýna barni sínu umhyggju og aðhald, taka þátt í daglegu lífi þess, sýna náminu áhuga og miðla jákvæðu viðhorfi til menntunar eru meiri líkur á að börnum líði vel, þau standi sig vel í námi og velji síður áfengi og önnur vímuefni. Þátttaka foreldra í skólastarfinu og hversu vel þau þekkja skólafélaga barnanna sinna og foreldra þeirra skiptir miklu máli. Samstarfið í bekknum er einn allra besti samráðs- og samstarfsvettvangur sem foreldrar hafa um uppeldi og menntun barna sinna.

Starf bekkjarfulltrúa felur fyrst og fremst í sér að vera leiðtogar í hópi foreldra í bekknum, fremstir meðal jafningja. Æskilegt er að bekkjarfulltrúarnir, séu tveir í hverjum bekk/hóp. 

Hlutverk bekkjarfulltrúa

 • Þeir gegna hlutverki verkstjóra sem hafa jákvæða hvatningu að leiðarljósi.
 • Þeir halda utan um dagskrá sem er ákveðin á sameiginlegum fundi foreldra í bekknum að undangenginni athugun á viðhorfum og óskum barnanna. Mikilvægt er að taka mið af áhugasviði barna og foreldra og nýta þau tækifæri sem þar gefast.
 • Bekkjarfulltrúar eru jafnframt tengiliðir bekkjarins við stjórn foreldrafélags, skólaráð, skólastjórnendur og umsjónarkennara.
 • Bekkjarfulltrúar halda utan um gögn er varða bekkinn 

Mikilvægt er að bekkjarfulltrúar boði til fundar með foreldrum í upphafi skólaárs. Þar séu lögð fram til umræðu drög að dagskrá vetrarins í bekknum, þar með talið verkefni á vegum foreldrafélags skólans. Eftir umræður um dagskrá vetrarins er hún borin upp til samþykktar.

Á fyrsta fundi vetrarins er ennfremur mikilvægt að ræða um uppeldisleg viðmið – t.d. samskipti, útivistartíma, tryggja að yngstu börnin láti foreldra vita þegar þau fara í heimsókn til skólafélaga eftir skóla, afmælisboð, gistingar, tölvunotkun/blogg/msn/tölvuleiki, partý o.s.frv. Ennfremur er nauðsynlegt að gera ráð fyrir tíma fyrir önnur mál er brenna á foreldrum.

Mikilvægt er að haga starfinu þannig að allir foreldrar taki þátt í undirbúningi og framkvæmd á a.m.k. einu verkefni innan bekkjarins eða á vegum foreldrafélagsins á skólaárinu. Þannig verður allt foreldrasamstarf skemmtilegra og auðveldara. Bekkjarfulltrúi tekur að sér að skipta samþykktum verkefnum á dagskrá vetrarins niður á foreldra og senda í tölvupósti, eða töskupósti (aðeins á yngstu bekkina) á alla foreldra.

Þegar boðað er til fundar með foreldrum er mikilvægt að auglýsa fundinn með ákveðinni dagskrá og tímasetningu. Mikilvægt er að halda tímaáætlun þannig að foreldrar geti treyst því að fundinum ljúki á réttum tíma. Við þurfum að muna að bjóða velkomin og ekki er verra að hafa lítilsháttar veitingar á boðstólum, kaffi/te og kannski kexbita. Einnig er mikilvægt að senda stuttar fundargerðir til allra foreldra að loknum fundum.