Dagur gegn einelti

22.11.2018

Í tilefni af alþjóðlega baráttudeginum gegn einelti 8.nóvember sl, var sameiginleg vinnustund hjá leikskóla og grunnskóla í skólanum, föstudaginn 9. nóvember.

Þar unnu nemendur saman að verkefni til að vekja athygli á einelti og sýna samstöðu gegn því. Ákveðið var að búa til vináttutré, þar sem nemendur rekja hendur sínar á blað, lita og klippa síðan út. Framan á lituðu hendina mátti gjarnan skrifa nafnið sitt eða upphafsstafina. Með því að hengja hendina á tréð var verið að skrifa undir sáttmála um að standa upp gegn einelti, lofa að taka ekki þátt í því og láta vita ef við verðum vitni eða verðum fyrir einhverskonar einelti.