Fyrirlestur um kynlíf og kynhneygð fyrir foreldra.

10.10.2018

Sigga Dögg, kynfræðingur, verður með fyrirlestur fyrir foreldra barna í 6.-10. bekk, fimmtudaginn 11.okt. kl. 20:00 í sal grunnskólans á ÍSAFIRÐI. 

Sigga verður svo með fyrirlestur fyrir þennan aldurshóp í grunnskólanum í Bolungarvík daginn eftir, föstudaginn 12.okt. Í foreldrafræðslunni fer Sigga Dögg yfir hvað skiptir máli þegar kynlíf og kynhneigð er rædd við unglinga og gefur foreldrum verkfæri í þessum samræðum.

Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni foreldrafélaganna í grunnskólanum í Bolungarvík og á Ísafirði. Foreldrafélag Grunnskóla Bolungarvíkur vonar að foreldrar fjölmenni og setji ekki staðsetninguna fyrir sig því gott samstarf skipti fjárlitlu foreldrafélagi eins og er við Grunnskóla Bolungarvíkur miklu máli.