Gæðavottun á eTwinningverkefni

29.9.2016

  • Photo-Sep-28,-18-29-03

Tveir kennarar við skólann hlutu í gær gæðavottun á eTwinningverkefni frá landsskrifstofu eTwinning, Rannís.

Tveir kennarar við skólann hlutu í gær gæðavottun á eTwinningverkefni frá landsskrifstofu eTwinning, Rannís. Verkefnin sem hlutu verðlaun eru, The eShow!  Elín Þóra Stefánsdóttir

Kvikmyndaverkefni þar sem nemendur gerðu fréttir, auglýsingar, stuttmyndir og þætti. Fimm lönd unnu saman að verkefninu sem tengdist tungumálum, náttúrufræði, íþróttum og fleiri fögum

Username: children, Password: rights, Elín Þóra Stefánsdóttir
Verkefnið tengdist samfélagsfræði og tungumálum og fjallar um réttindi barna, flóttafólk og frið. Nemendum var skipt í pör og hópa þvert á lönd, stundaðar umræður og horft á myndbönd. Sex lönd tóku þátt.

og svo verkefnið

Sound by sound step by step together, Zofia Marciniak
Þetta er fjögurra landa samstarfsverkefni sameinaði list, tónlist, leiklist og látbragðsleik. Meginmarkmið þess var að vekja skapandi virkni barna og líka næmi fyrir þörfum annarra. Margskonar verkfærum og aðferðum var beitt í verkefninu, allt frá dansatriðum til forritunar til rafbóka og allt þar á milli.

Verkefnið Sound by sound, step by step together hlaut einnig sérstök landsverðlaun. 

Til hamingju stelpur og Grunnskóli Bolungarvíkur