Húfuverkefni 1. bekkjar

17.11.2016

  • Húfur gegn einelti
  • Húfur gegn einelti
  • Vorid-2015

Tvo undanfarna vetur hefur 1. bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur unnið verkefni sem gengur undir nafninu „Húfuverkefnið“ og er um vináttu og baráttu gegn einelti.

Tvo undanfarna vetur hefur 1. bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur unnið verkefni sem gengur
undir nafninu „Húfuverkefnið“ og er um vináttu og baráttu gegn einelti.

Hugmyndin kom frá Ragnheiði Ragnarsdóttur en hún prjónaði húfur fyrir alla nemendur 1. bekkjar 2015. Allar höfðu húfurnar áletrunina „gegn einelti“. Hugsunin er að þegar við sjáum áletrunina „gegn einelti“ þá sé það áminning til okkar allra, jafnt þeirra sem bera húfurnar og okkar hinna að leggja ekki í einelti.

Síðustu tvö ár hefur verkefnið gengið mjög vel og nú ætlar 1. bekkur að vinna „Húfuverkefnið“.

Hér með er auglýst eftir nokkrum einstaklingum til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og prjóna húfur, þannig að húfur fáist á allan fyrsta bekk. Það vantar 10 húfur svo allir geti fengið húfu. Húfurnar þyrftu að vera tilbúnar í fyrstu vikunni í janúar 2017.

Sjálfboðaliðar eru beðnir að hafa samband í tölvupósti elinr@bolungarvik.is og fá þá senda uppskrift, eða skrá sig á facebooksíðu foreldrafélagsins. En þar er hægt að finna uppskriftirnar undir skrár

Með von um góða þátttöku.

Kveðja, Ella umsjónarkennari 1. bekkjar.

Uppskrift af húfunni

Munstur 1   
Munstur 2
Munstur 3
Munstur 4
Munstur 5
Munstur 6