Nýr skólastjóri

30.10.2014

Steinunn Guðmundsdóttir tekur tímabundið við starfi skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur frá og með 1. nóvember nk. eða þar til nýr skólastjóri verður fastráðinn við skólann. 

Steinunn Guðmundsdóttir tekur tímabundið við starfi skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur frá og með 1. nóvember nk. eða þar til nýr skólastjóri verður fastráðinn við skólann. 

Fráfarandi skólastjóri, Soffía Vagnsdóttir, lætur af störfum frá sama degi en hún hefur verið ráðin fræðslustjóri Akureyrarbæjar og eru henni þökkuð góð störf í þágu Grunnskólans um leið og henni er óskað velfarnaðar á nýjum slóðum. 

Ráðgert er að staðan verði auglýst laus til umsóknar eftir áramótin.Steinunn hefur starfað við Grunnskóla Bolungarvíkur um árabil sem aðstoðarskólastjóri, við sérkennslu og almenna kennslu. 

Steinunn er öllum hnútum kunnug varðandi starf skólastjóra enda leysti hún skólastjóra nýlega af í ársleyfi skólaárið 2012-2013.Steinunn er boðin velkomin til starfa með góðum óskum um farsæld í viðamiklu starfi skólastjóra.

Jafnframt bjóðum við Halldóru Dagný Sveinbjörnsdóttur velkomna til starfa, en hún hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri tímabundið til sama tíma.