Starfsdagur og súpufundur með foreldrum

8.12.2015

Núna næstkomandi miðvikudag verður haldinn starfsdagur hér í skólanum og súpufundur með foreldrum í hádeginu. 

Núna næstkomandi miðvikudag verður haldinn starfsdagur hér í skólanum. 

Teymi frá Menntamálastofnun kemur til okkar og verður með fræðslu og leiðbeiningar vegna læsis fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla Bolungarvíkur.  

Eins og þið hafið orðið vör við erum við með mikla áherlsu á lestur. Við lesum hér í skólanum 15 mínútur á dag og leggjum áherslu á að allir nemendur lesi líka heima í 15 mínútur á dag. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri á heimilum og hafa meiri áhrif á viðhorf barna til lesturs en skólinn.  

Rannsóknir hafa sýnt fram á að lestur á heimili og lestur foreldra skiptir mestu máli varðandi viðhorf barna til lesturs. Það er því mikilvægt að foreldrar séu góðar fyrir-myndir barna sinna varðandi bóklestur og það þeir lesi fyrir þau og ræði bækur.Læsi er ekki stök námsgrein heldur grunndvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfs í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skóli séu samstíga í því að styrkja læsi barna. 

Súpufundur í hádeginu 

Í hádeginu á miðvikudaginn 9. desember höldum við súpufund fyrir ykkur kæru foreldrar, á sal skólans milli klukkan 12:00 og 13:00. 

Við bjóðum ykkur að koma og hlusta á fræðslu fyrir foreldrar vegna læsis. Sína og Sandra í mötuneytinu ætla að bjóða upp á góða súpu fyrir alla.  

Þessi fræðsla er fyrir foreldrar barna í leik- og grunnskóla Bolungarvíkur. Endilega gefið ykkur tíma til þess að koma og fá fræðslu um læsi og mikilvægi þess.