Stuðlað að betri heilsu og vellíðan.

13.9.2018

Norræna skólahlaupið var sett í Grunnskóla Bolungarvíkur í morgun.

Markmið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu.  Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur hittust fyrst á nýjum körfuboltavelli við grunnskólann og þaðan var haldið af stað að Hrafnakletti. Fyrir utan Hrafnaklett stjórnaði Helga Svandís upphitun og síðan var ræst af stað kl 10:45.
Nokkrar vegalengdir voru í boði 2,5 km, 5 km, 7,5 km, 10 km og 12,5 km. Nokkrir foreldrar mættu og tóku þátt í ár ásamt nemendum og starfsfólki skólans og þökkum við þeim fyrir, flottar fyrirmyndir þar á ferð.