Úrslit stóru upplestrarkeppninnar

13.3.2017

  • Stora-upplestrarkeppnin-2017

Stóra upplestarkeppnin var haldin í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar fimmtudaginn 9. mars síðastliðinn.

Stóra upplestarkeppnin var haldin í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar fimmtudaginn 9. mars síðastliðinn.

Á lokakvöldinu koma fram nemendur frá öðrum skólum á norðanverðum Vestfjörðum. Frá Grunnskóla Bolungarvíkur voru 4 keppendur sem tóku þátt. Áður hafði verið haldinn undankeppni í skólanum þar sem allir 7. bekkingar í Grunnskólanum í Bolungarvík tóku þátt og stóðu sig vel. Á lokakvöldinu áttu keppendur að lesa brot úr sögunni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ, ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og svo ljóð að eigin vali. Stóðu nemendur okkar sig vel og mátti heyra og sjá að þau höfðu undirbúið sig vel undir styrkri stjórn Helgu Svandísar.

Jón Karl, Marín Ómarsdóttir, Andrea Óskarsdóttir og Íris Embla fóru vel með sitt og áttu dómarar í fullu fangi með að velja sigurvegara. Velja þurfti í 3 efstu sætin og kom það í hlut Írisar Emblu að hreppa 2. sætið og óskum við henni innilega til hamingju með það. Auðbjörg Erna úr Grunnskóla Þingeyrar var í 1. sæti og Lena Rut úr Grunnskóla Ísafjarðar hlaut 3. sætið. Óskum við þeim einnig innilega til hamingju með árangurinn.