Jafnréttisáætlun

  Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur (Google Drive) pdf)

Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur 

 Almenn markmið

Jafnréttisstefna fyrir Grunnskóla Bolungarvíkur er sett fram á grundvelli 18. gr. 2. mgr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 19. – 22. gr. jafnréttislaga.

 Auglýsingar um störf

Grunnskóli Bolungarvíkur vill sjá kynjaskiptingu í starfshópnum sem jafnasta. Hann leitast við að ráða hæft fólk til starfa í öll störf innan skólans en leggur jafnframt áherslu á að jafna kynjahlutföll sé þess kostur.

Grunnskóli Bolungarvíkur vill að starfshópurinn fái notið sín í starfinu og að allir hafi jafnan rétt til að hafa sömu möguleika innan síns verksviðs, óháð kyni. Kynbundin mismunun er óheimil og það er stefna skólans að starfa samkvæmt því.

Ljóst er að það hallar verulega á hlutfall karla á vinnustaðnum og mikilvægt er að bregðast við því. Það verður gert m.a. með því

 ·      að í  auglýsingum um laus störf skulu karlmenn hvattir sérstaklega til að sækja

·      að starfsauglýsingar séu í anda jafnréttislaga

·      að þegar ráðið er í störf og valið stendur á milli jafn hæfra umsækjenda af gagnstæðu kyni skal              ráða þann sem er að því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfsstétt.

·      Skoða með reglulegu millibili starfsmannalistann með tilliti til kynjaskiptingu og kanna möguleika        á viðbrögðum ef mjög hallar á annað kynið.

 Vinnustaðurinn

Mikilvægt er að gæta þess að starfsumhverfi sé hvetjandi fyrir bæði kyn að sækja um starf og starfa í skólanum, - að hlustað sé eftir viðhorfum þeirra karla sem í skólanum vinna og leitast við að fá fram þeirra sjónarmið til jafns við kvenkyns starfsmenn. Lögð er áhersla á að bæði karlar og konur hafi jafna möguleika til stjórnunarstarfa eða að taka að sér sértæk verkefni innan skólans.

Í skólanum verður einelti aldrei liðið. Skólastjórnendur senda út skýr skilaboð til starfsfólks um að slík hegðun sé aldrei liðin og á henni verði tekið. Regluleg fræðsla um samskipti á vinnustað, þ.m.t. einelti og kynferðislega áreitni fer fram í skólanum.

 Laun

Mikilvægt er að allt starfsfólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni. Það verður best gert með því að

·         skýrar starfslýsingar séu til sem starfsmanni eru kynntar í upphafi starfs

·         farið sé eftir launataxta og tryggt að ekki sé verið að hygla starfsmanni út frá kyni

·         starfsfólk sýni ábyrgð í að kynna sér vel launataxta og almenn réttindi og hvort það raðast rétt í             launaflokka miðað við starf, aldur og réttindi

·         allir starfsmenn hafi gott aðgengi að launatöxtum og upplýsingar séu veittar sé þess óskað

·         trúnaðarmaður gæti hagsmuna starfsmanna í hvívetna og sé til aðstoðar öllum starfsmönnum ef             á þarf að halda

·         allir hafi jafnan rétt til yfirvinnu og launapotta, óháð kyni.

 Endurmenntun

Endurmenntun starfsfólks er mikilvægur þáttur í skólastarfi. Síbreytilegar áherslur, nýjungar, tæknibreytingar, aukin þjónusta og fleira hefur gert kröfur um stöðuga endurmenntun starfsfólks. Mikilvægt er að öllum séu sköpuð jöfn tækifæri til að sækja sér endurmenntun og að starfsfólk sé hvatt til þess. Þá er lögð áhersla á að aðstoða starfsfólk við aðgengi að þeirri menntun sem það hefur áhuga á, er á þess starfssviði og það vill sækja sér. Stjórnendur þurfa einnig að vera vakandi yfir þeirri þörf fyrir endurmenntun sem skólastarfið kallar á og kynna hana fyrir starfsfólki án tillits til kyns.

Aðgengi að endurmenntun getur verið með fjölbreytilegum hætti, bæði staðbundin námskeið, fyrirlestrar, fjarnám, bæði lengra og styttra og skulu stjórnendur og allir starfsmenn vera vakandi yfir möguleikum og miðla.

Lögð verði áhersla á að starfsmenn fái tækifæri til að sækja sér endurmenntun erlendis jafnt sem innanlands.

 Önnur tækifæri

Grunnskóli Bolungarvíkur vill horfa á starfsmannahópinn sinn út frá heildarlífi hans. Mikilvægt er að gera starfsmönnum kleift að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf þannig að öllum líði vel og geti notið sín í starfi án þess að hafa áhyggjur af fjölskyldu sinni.  Lögð er áhersla á að taka tillit til aðstæðna í lífi einstaklinga hverju sinni þannig að starfsmenn geti sem best samræmt skyldur sínar gagnvart starfi sínu og skyldur gagnvart fjölskyldu. Slíkt er í anda jafnréttislaga.

Starfsfólki er gefinn kostur á að vera í hlutastarfi óski það þess, hvort sem er tímabundið eða til lengri tíma.

Mikilvægt er að taka tillit til starfsmanna sem koma úr fæðingarorlofi, - að auðvelda þeim að koma inn eftir starfshlé. Sömuleiðis ef starfsmenn taka feðraorlof að tekið sé tillit til þarfa og óska. Þá skal einnig tekið tillit til óska starfsmanna um tímabundið leyfi t.d. vegna eigin veikinda eða annarra í fjölskyldunni eða af öðrum óviðráðanlegum orsökum.

 Nemendur

Grunnskóli Bolungarvíkur vill að þess verði gætt í öllum starfsháttum skólans og í daglegri umgengi við nemendur að þeim sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis. Framkoma og orðræða starfsfólks skal taka mið að því. Leitast skal við að mæta þörfum beggja kynja í skólastarfinu. Jafnframt  skal leitast við að vinna samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla þar sem markmið tengd jafnréttismálum eru tilgreind. Lögð er áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, þ.m.t. í fjölskyldu- og atvinnulífi.

Grunnskóli Bolungarvíkur telur mikilvægt að kynna bæði stúlkum og piltum möguleika á framhaldsmenntun og störfum sem litið hefur verið á sem hefðbundin kvenna- eða karlastörf og jafnframt að hvetja nemendur til að prófa það sem hentar hverjum og einum burtséð frá kyni.

Grunnskóli Bolungarvíkur er fjölmenningarlegur og leggur áherslu á að margbreytileiki fólks er sjálfsagður. Leggja skal áherslu á að nemendur sýni hver öðrum virðingu og umburðarlyndi sama hvert þjóðernið eða litarhátturinn er.

 Foreldrar/forráðamenn

Grunnskóli Bolungarvíkur leggur áherslu á að starfsfólk skólans sé meðvitað um og gæti þess að jafnrétti ríki í samskiptum við foreldra/forráðamenn, þannig að annað verði ekki útilokað á grundvelli kyns. Mikilvægt er að litið sé á feður og mæður sem jafngild í foreldrasamstarfinu. 

   Framkvæmd

Tímasetning Markmið Aðgerð Ábyrgð
Vor 2016

Starfsfólk skólans fái fræðslu um jafnréttismál Kennarar meti námsgögn og námsætlanir út frá jafnréttissjónarmiði

Fræðslufundur

Kynning á jafnréttisáætlun skólans,

Skólastjóri

Umsjónarkennarar

Fagkennarar

 

Tímasetning Markmið Aðgerð Ábyrgð
Haustönn 2017

Kynna jafnréttisstefnu skólans fyrir foreldrum Jafnréttisstefnan verði aðgengileg

Kynna jafnréttisstefnu skólans fyrir foreldrum á kynningarfundum. Áætlunin sett á heimasíðu skólans.

Umsjónarkennarar

 

Umsjónarmaður með heimasíðu

Jafnréttisfræðsla Jafnréttisfræðsla fléttuð inn í lífsleiknikennslu

Umsjónarkennarar

Fagkennarar

 

Farið yfir með starfsfólki skólans hvað getur falist í kynbundnu áreiti í samskiptum nemenda og starfsmanna

Á starfsmannafundi,

kynning og umræður

Skólastjórnendur
  Kanna hvort munur er á þátttöku foreldra á haustfundum eftir kyni Kennarar halda skrá yfir kynjahlutfall þeirra sem mæta á haustfundi Kennarar

Vorönn

2017

Jafnréttis-/þemavika Unnið með jafnréttishugtakið þvert á skólastig. Vinnu skilað í myndum og máli, upplýsingatækni, forritun. Að lokinni þemaviku verði kynning á vinnunni fyrir allan skólann og foreldrum

Skólastjórnendur

Umsjónarkennarar

Kennarar

Að miðla til kennara um

leiðir, verkefni og

námsefni sem notað er

við kennslu um

jafnréttismál 

Á kennarafundi segja

kennarar frá því hvernig

þeir hafa staðið að

fræðslu til nemenda skv.

jafnréttisáætlun skólans.

Skólastjórnendur
 

Jafnréttisáætlun skólans

metin og endurskoðuð.

Ný áætlun gerð til lengri tíma

Umræður meðal

starfsfólks, nemenda og í

skólaráði

Skólastjórnendur

                                                                        Yfirfarið 25. janúar 2016

                                                                       Stefanía Ásmundsdóttir