Símenntunar- og Starfsþróunaráætlun

Símenntunar- og starfsþróunaráætlun Grunnskóla Bolungarvíkur fyrir skólaárið 2015-2016 miðar að því að kennarar taki þátt í fræðslu og námskeiðum vegna innleiðingar á spjaldtölvum í skólastarfi. Einnig að kennarar tileinki sér færni í upplýsingatækni. 

Stærðfræðikennarar á mið- og unglingastigi taka þátt í þróunarvinnu í samvinnu við Háskólann á Akureyri sem á að stuðla að aukinni færni og áhuga nemenda á stærðfræði. 

Íslenskukennarar á miðstigi taki þátt í þróunarverkefni í samvinnu við Háskólann á Akureyri með orð af orði sem er framhald af byrjendalæsi. Einnig verður haldið áfram með byrjendalæsið á yngsta stigi og munu kennarar þar sækja námskeið og fundi tengda því.