Skólaráð

Skólaráð er samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Það fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstaráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. 

Skólaráð er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda, tveimur fulltrúum foreldra og að auki einum fulltrúa úr grenndarsamfélaginu. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs og ber á byrgð á stofnun þess. 

Ráðið skipa eftirtaldir: 

  • Stefanía Ásmundsdóttir, skólastjóri, 
  • Laddawan Dagbjartsdóttir, kennari, 
  • Jensína Sævarsdóttir, stuðningsfulltrúi, 
  • Helga Svandís Helgadóttir, kennari, 
  • Sigurjón Snær Jóhannsson, nemandi í 9. bekk, 
  • Karolína Sif Benediktsdóttir, nemandi í 10.bekk, 
  • Sólveig Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra,
  • Jenný Hólmsteinsdóttir, fulltrúi foreldra og
  • Elísabet María Pétursdóttir, nærsamfélagi.

Skólaráðið fundar 9. september, 24. nóvember, 23. febrúar og 10. maí. Einnig er ráðið kallað saman utan þess tíma ef þurfa þykir.