Samræmt próf 4. bekkjar

  • 26.9.2019 - 27.9.2019

Samræmt könnunarpróf í 4. bekk er 70 mínútur. 

Tilgangur prófanna er að meta hvernig markmiðum aðalnámskrár hefur verið náð og veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kennara og fræðsluyfirvalda. 

Samkvæmt 39. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 skal mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir samræmdu námsmati í grunnskólum með því að leggja fyrir samræmd könnunarpróf. 

Í lögunum segir að leggja eigi fram samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla en nemendur í 9. bekk skuli þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku.