• Þrettándagleði í Bolungarvík

Þrettándagleði í Bolungarvík

  • 6.1.2019, 20:00

Á þrettándagleðina koma álfar og kóngafólk, prinsar og prinsessur, stallari, biskup og skratti, bændafólk, álfameyjar, ljósálfar og svartálfar, jólasveinar, púkar og Grýlu-börn og svo auðvitað Grýla sjálf með Leppalúða sinn.

Dans verður stiginn og söngvar sungnir við hljóðfæraspil og þrettándabrennu svo sem vera ber á þrettándanum.

Hátíðarsvæðið er við Hreggnasa fyrir ofan Grunnskóla Bolungarvíkur og heilsugæslustöðina og hefst hátíðin kl. 20:00 sunnudaginn 6. janúar 2019.

Löng hefð er fyrir því að þrettándagleðin endi á flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík stendur fyrir.

Sveitarfélögin skiptast á að halda þrettándagleði og í ár er þrettándagleðin haldin í Bolungarvík.