Viðbrögð við áföllum

Viðbrögð við áföllum

Inngangur

Mikilvægt er að starfsmenn skólans séu vel undir það búnir að takast á við erfiðleika sem fylgja áföllum af ýmsu tagi. Nauðsynlegt er að samkomulag og skýr vitneskja sé um hvernig bregðast skuli við. Áfallaáætlun þessi er hugsuð sem vinnuáætlun eða gátlisti um hver sinni hvaða hlutverki, í hvaða röð og hvernig bregðast eigi við einstökum tilfellum. Alltaf er mjög mikilvægt að hafa í huga óskir fjölskyldna þeirra sem í hlut eiga, nemenda sem og starfsmanna.

Samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla er eitt af skilgreindum hlutverkum grunnskólans að gæta þess að nemendum líði vel andlega, líkamlega og félagslega. Rétt viðbrögð við áföllum, þekking starfsmanna og reynsla er því mikilvæg ef til áfalla kemur.

Áfallaráð

Við Grunnskóla Bolungarvíkur er starfandi áfallaráð sem er skipað skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, fulltrúa kennara, ritara, skólahjúkrunarfræðing og sóknarpresti. Sóknarprestur er með diplómu í sálgæslu.

Starf Nafn Símanúmer
Skólastjóri Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir 4567249 / 6923736
Deildarstjóri Jónas Leifur Sigursteinsson 4567249 / 
Fulltrúi kennara Auður Hanna Ragnardóttir 4567249 / 8600715
Ritari Lára Björk Gísladóttir 4567249
Skólahjúkrunarfræðingur Helena Hrund Jónsdóttir 4567249
Sóknarprestur Ásta Ingibjörg Pétursdóttir 4567135/8613604

Helstu hlutverk áfallráðs eru að:

  • Fara með verkstjórn þegar sorgaratburður, válegir atburðir eða alvarleg áföll verða meðal nemenda og /eða starfsfólks innan skólans eða í tenglum við hann
  • Sjá til þess að starfsfólk fái kynningu á því hvernig bregðast skuli við áföllum
  • Hvetja kennara til þess að fjalla um dauðan/áföll/missi í kennslu sinni án sérstaks tilefnis
  • Sjá til þess að upplýsingar varðandi breytingar á heimilishögum nemenda eins og alvarleg veikindi , skilnaður eða dauðsfall, skili sér til starfsmanna

Skólastjóri (aðstoðarskólastjóri) er aðalstjórnandi viðbragðaferils. Hann aflar upplýsinga, staðfestir og veitir þær. Ef kennari eða annar starfsmaður fréttir af áfalli í tengslum við skólann kemur hann upplýsingunum til skólastjóra.

Áfallaráð er stjórnanda til halds og trausts og aðstoðar hann við að skipuleggja viðbrögð og aðgerðir.

Í byrjun hvers skólaárs kemur áfallaráð saman og athuga hvort breyting hafi orðið á aðstæðum nemenda eða starfsfólks vegna alvarlegra slysa, veikinda, dauðsfalla eða annarra áfalla. Áfallaráð skal ræða þau áföll sem upp hafa komið og taka ákvörðun um hvort eða til hvaða aðgerða skal grípið. Skólastjóri getur kallað ráðið saman að ósk þegar þurfa þykir. Skrifstofa skólans skal halda sérstaklega utan um slíkar upplýsingar.

Áföll og áfallahjálp

Áföll og sorgarviðbrögð geta verið af ýmsum toga. Fólk sem hefur orðið fyrir áfalli sýnir mismunandi einkenni streitu og í mismiklum mæli. Hvert sem áfallið er, er mikilvægt að allir starfsmenn skólans sýni barninu og/eða starfsmanninum nærgætni og tillitssemi og beri virðingu fyrir tilfinningum þeirra, hvernig sem þær brjótast út. Sorg er ekki einhver ein tilfinning, heldur tilfinningaferli sem tekur tíma að vinna úr og ekki er hægt að hraða því ferli.

Áföll

  • Alvarleg / langvarandi veikindi nemanda / foreldra/starfsmanns
  • Alvarleg slys nemanda/ foreldra / starfsmanns
  • Andlát nemanda/ foreldra/ starfsmanns
  • Önnur viðlíka þungbær reynsla

Áfallahjálp

Starfsmenn fá fræðslu um áfallahjálp
  • sem veitir þeim vitneskju um eðlileg viðbrögð einstaklinga og hópa við alvarlegum áföllum
  • sem beinist að því að fyrirbyggja alvarleg og langvinn sálræn eftirköst í kjölfar áfalla af ýmsum toga
Sálræn áfallahjálp byggist á líkamlegri og andlegri aðhlynningu einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum

Hafa þarf í huga

  • Sýna rósemi og stillingu
  • Nálægð og líkamleg snerting skapa öryggi
  • Virða tilfinningar og viðbrögð í hverri mynd sem þau birtast
  • Hjálpa einstaklingnum að horfast í augu við raunveruleikann
  • Forðast að taka undir ásakanir og leita blóraböggla
  • Tilfinningleg viðbrögð geta verið lítil í fyrstu en aukast er frá líður
  • Skynjun og rökhugsun truflast

Eftirfylgni

Mikilvægt er að umsjónarkennari sé vel vakandi yfir líðan nemandans, því einkenni geta komið fram lengi eftir áfallið. Hafa skal í huga að ákveðnir tímar eru oft viðkvæmir, svo sem jól, páskar, dánardagur og afmæli.

Viðbrögð við áföllum

Nemendur

Alvarleg/langvarandi veikindi nemenda

HVERNIG SKAL BREGÐAST VIÐ

  • Skólastjórnendur hafa samráð við forráðamenn og/eða nemandann um hvaða upplýsingar skuli veita
  • Skólastjórnendur tilkynna viðkomandi starfsmönnum ef nemandi þarf að vera langdvölum burtu frá skóla vegna alvarlegra veikinda
  • Umsjónarkennari tilkynnir bekkjarfélögum að nemandi þurfi að vera langdvölum frá skóla vegna alvarlegra veikinda
  • Aðili úr áfallaráði, ásamt umsjónarkennara ræðir við og vinnur með nemendum í bekkjum sem tengjast málinu, eftir aðstæðum
  • Athuga skal hvort heimsóknir séu mögulegar eða heppilegar
  • Sýna skal atburðinum virðingu án þess að velta sér upp úr honum m.a. getur bekkurinn útbúið litla gjöf eða kveðju til að senda. Umsjónarkennari og nemendur geta sett mynd af hinum veika á borðið hans og kveikt á kerti

ÞEGAR NEMANDINN KEMUR AFTUR Í SKÓLANN

  • Umsjónarkennari ásamt aðila úr áfallaráði ræða við nemandann / forráðamenn áður en nemandinn kemur í skólann. Hlusta skal vel eftir því hvernig honum líður og hverju hann kvíðir. Gott er að fá upplýsingar um hvaða upplýsingum eigi að koma á framfæri við bekkinn
  • Undirbúa bekkjarfélagana undir það hvernig taka skuli á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann, það auðveldar nemandanum endurkomuna
  • Umsjónarkennari og hjúkrunarfræðingur veita viðkomandi nemanda sérstaka athygli næstu vikur

Ávallt skal bera allar aðgerðir skólans undir forráðamenn nemandans til samþykkis og mikilvægt er að hafa þá með í ráðum frá upphafi.

ALVARLEGT SLYS NEMANDA

SLYS Á SKÓLATÍMA

  • Slasist nemandi alvarlega á skólatíma skal hafa samband við forráðamenn og lögreglu og hringja á sjúkrabíl sem allra fyrst
  • Aðilar úráfallaráði ásamt umsjónarkennara ræða við nemendur í einstaka bekkjum sem tengjast málinu
  • Öllum starfsmönnum skólans og öðrum nemendum er greint frá slysinu
  • Skólastjórnendur gæta þess að enginn fari heim úr skólanum með rangar eða misvísandi upplýsingar um atvikið. Í því sambandi gæti þurft að senda bréf heim með nemendum eða hringja / senda tölvupóst með helstu upplýsingum
  • Haldinn fundur með kennurum og starfsmönnum skólans þar sem farið er yfir staðreyndir málsins
  • Sýni fjölmiðlar áhuga eru skólastjóri eða staðgengill hans einu tengiliðir skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á þá varðandi upplýsingagjöf

SLYS UTAN SKÓLATÍMA

  • Viðkomandi starfsmönnum og bekkjarfélögum er tilkynnt um slysið eins fljótt og unnt er. Æskilegt er að allt starfsfólk skólans fái vitneskju um það sem hefur gerst, áður en næsti skóladagur hefst

NÆSTU DAGAR

  • Skólastjórnendur afla daglega upplýsinga frá forráðamönnum og koma þeim á framfæri við starfsmenn
  • Umsjónarkennari upplýsir nemendur
  • Athuga skal hvort heimsóknir séu mögulegar eða heppilegar
  • Sýna atburðinum virðingu án þess að velta sér upp úr honum og m.a getur bekkurinn sent kveðju eða útbúið litla gjöf

ÞEGAR NEMANDINN KEMUR AFTUR Í SKÓLANN

  • Aðili úr áfallaráði ásamt umsjónarkennara ræðir við nemandann / forráðamenn áður en hann kemur í skólann og hlustar eftir því hvernig honum líður og hverju hann kvíðir. Einnig er gott að fá upplýsingar um hvað heppilegast er að segja bekknum
  • Undirbúa þarf bekkjarfélagana hvernig taka skuli á móti nemandanum. Það auðveldar endurkomuna
  • Umsjónarkennari og hjúkrunarfræðingur veita viðkomandi nemanda sérstaka athygli næstu vikur

ANDLÁT NEMANDA

Fyrstu viðbrögð:

  • Skólastjóri sér um að afla staðfestra upplýsinga um atvikið frá forráðamönnum
  • Áfallaráð kallað saman, óháð tíma og dagsetningu, á stuttan fund þar sem menn skipta með sér verkum og ákveða fyrstu viðbrögð skólans
  • Gæta skal þess að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega, ekki yfir allan hópinn
  • Skólastjóri tilkynnir starfsmönnum andlátið í frímínútum (ritari sér um að kalla alla saman)
  • Skólastjóri, sóknarprestur og umsjónarkennari tilkynna andlátið við fyrsta tækifæri í viðkomandi bekkjardeild. Hlúið er að nemendum í bekknum eins og hægt er með aðstoð áfallaráð og hjúkrunarfræðings
  • Kveikt á kerti og mynd af nemandanum sett á borðið hans
  • Sóknarprestur talar við börnin og biður stutta bæn, ef við á
  • Umsjónarkennarar tilkynna andlátið í öðrum bekkjardeildum. Mikilvægt er að allir fái fregnina samtímis
  • Passa þarf sérstaklega ef systkini hins látna eru í viðkomandi bekkjum

VINNA Í UMSJÓNARBEKK HINS LÁTNA SAMA DAG

  • Forráðamönnum samnemenda tilkynnt um atburðinn
  • Æskilegt er að umsjónarkennari verði með sínum bekk það sem eftir er skóladags. Áfallaráð verður bekkjarkennaranum innan handar
  • Hafa logandi kerti á borði hins látna, ásamt mynd af nemandanum. Bekkjarfélagar geta m.a. skrifað falleg orð um hinn látna eða teiknað myndir sem sett verður á skólaborðið hans (Þegar forráðamönnum hins látna er seinna boðið í skólann að sækja skóladót hans, er þeim boðið að eiga það sem nemendur hafa gert til minningar um bekkjarfélaga sinn)
  • Nemendum gefið tækifæri til að ræða um atburðinn, lífið og dauðann, með aðstoð sóknarprests, hjúkrunarfræðings, skólastjórnenda eða skólasálfræðings
  • Hringt er í forráðamenn og þeir beðnir að sækja börn sín í lok skóladags (eða fyrr ef þörf þykir)
  • Bréf sent heim með öllum nemendum þar sem greint er frá atvikinu og hvernig skólastarfið verði næstu daga
  • Mikilvægt er að ritari skólans athugi hvaða nemendur voru ekki í skólanum þennan dag, svo að hægt sé að senda skilaboð til þeirra
  • Í lok dags fundar áfallaráð með umsjónarkennara þar sem farið er yfir stöðuna og áætlanir gerðar um áframhaldandi vinnu

VINNA Í UMSJÓNARBEKK HINS LÁTNA NÆSTU DAGA

  • Umsjónarkennari tekur á móti bekknum sínum næstu daga
  • Umsjónarkennari sinnir einungis sínum umsjónarbekk næstu daga
  • Hafa kveikt kerti á borði hins látna og skal það látið loga fram yfir jarðarför
  • Bekkurinn útbýr samúðarkveðju og/eða skrifar minningargrein. Einnig geta börnin teiknað myndir, skrifað bréf, ljóð eða sögur. Þetta er geymt á borði hins látna
  • Fulltrúar skólans fara í heimsókn til aðstandenda viðkomandi nemanda með samúðarkveðju næstu daga á eftir. Æskilegt að umsjónarkennari sér með í för
  • Kennslustundir næstu daga þarf að brjóta upp, ef spurningar vakna eða ef fram koma viðbrögð sem sýna sorg, reiði, örvæntingu eða sektarkennd. Leyfið nemendum að tjá tilfinningar sínar og koma með eigin reynslusögur. Gefið sorginni tíma
  • Börnum er greint frá því sem gerist næstu daga, þ.e. kistulagning og jarðarför. Gott er að fá aðstoð sóknarprests til að útskýra hvernig slíkar athafnir fara fram
  • Meta í samvinnu við forráðamenn hvort nemendur verða við útförina, eða líka er hugsanlegt að hafa stutta minningarathöfn um hinn látna í skólanum (eða kirkju viðkomandi)
  • Ef nemendur verða við útförina er nauðsynlegt að undirbúa það vandlega í samráði við forráðamenn. Nauðsynlegt er að forráðamenn fari með börnum sínum í útförina/minningarathöfnina. Skólastjórnendur, umsjónarkennari og aðrir sem tengst hafa hinum látna verði við útförina
  • Eigur nemandans eru fjarlægðar smátt og smátt úr stofunni (það á alls ekki að fjarlægja allt samtímis). Jafnvel á að leyfa sæti hins látna að vera autt í einhvern tíma
  • Þegar frá líður þarf að minna bekkinn á dánardaginn/fæðingardag og minnast bekkjarfélaga síns með t.d. stuttri bænastund og mynd. Mikilvægt er að umsjónarkennarinn fái sjálfur stuðning og hjálp

AÐSTANDENDUR NEMANDA

ALVARLEG VEIKINDI / SLYS AÐSTANDENDA NEMANDA:

  • Skólastjórnendur eða umsjónarkennari afla staðfestra upplýsinga hjá forráðamönnum nemandans
  • Ákveðið í samráði við forráðamenn og viðkomandi nemanda hvernig unnið skuli í málinu.
  • Upplýsingum komið til annarra sem málið varðar t.d. kennara, skólaliða, stuðningsfulltrúa o.fl
  • Áfallaráð aðstoðar umsjónarkennara við að undirbúa bekkinn fyrir endurkomu viðkomandi nemanda í skólann. Það auðveldar nemandanum að koma aftur til starfa

ANDLÁT AÐSTANDENDA NEMANDA

  • Skólastjóri aflar staðfestra upplýsinga um atvikið hjá forráðamönnum
  • Umsjónarkennara er tilkynnt um andlátið svo og öðrum kennurum, skólaliðum og stuðningsfulltrúum. Allir aðrir starfsmenn skólans eru upplýsir um málið eins fljótt og auðið er
  • Skólastjóri, sóknarprestur og umsjónarkennari koma upplýsingum til bekkjarsystkina nemandans (athuga þarf hvort náin skyldmenni hins látna eru við nám og störf við skólann)
  • Mikilvægt er að ritari kanni hvaða nemendur eru fjarverandi í bekknum þennan dag og þeir látnir vita með því að hringja heim
  • Umsjónarkennari kemur upplýsingum um andlátið til forráðamanna annarra nemenda í bekknum
  • Umsjónarkennari stjórnar áframhaldandi vinnu í bekknum en hann getur þó hvenær sem er leitað aðstoðar áfallaráðs
  • Bekkurinn og aðrir samnemendur útbúa samúðarkveðju
  • Skólinn sendir samúðarkveðju til nemandans og fjölskyldunnar
  • Skólastjórnendur í samráði við ættingja koma sér saman um hvort fulltrúar frá skólanum eða nemendur verði viðstaddir útförina
  • Áfallaráð aðstoðar umsjónarkennara við að undirbúa bekkinn fyrir endurkomu nemandans, það auðveldar nemandanum að koma aftur til starfa

STARFSFÓLK SKÓLANS

ALVARLEG VEIKINDI / SLYS STARFSMANNS SKÓLANS

  • Skólastjóri aflar staðfestra upplýsinga frá starfsmanni eða aðstandendum hans
  • Skólastjóri / áfallaráð ákveður í framhaldi hvernig tilkynna skuli nemendum og starfsfólki skólans veikindin / slysið

ANDLÁT STARFSMANNS SKÓLANS

  • Skólastjóri aflar staðfestra upplýsinga um andlátið frá aðstandendum
  • Hið allra fyrsta upplýsir skólastjóri allt starfsfólk skólans um andlátið
  • Áfallaráð fundar um hvernig tilkynna eigi nemendum andlátið
  • Gæta þarf að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnirnar sérstaklega – ekki yfir hópinn. Ritari sér um að tilkynna fjarverandi starfsfólki og nemendum andlátið
  • Samverustund með öllu starfsfólki skólans og sóknarpresti er haldin samdægurs, eða eins fljótt og mögulegt er
  • Ef umsjónarkennari fellur frá, tilkynnir skólastjóri og / eða sóknarprestur umsjónarbekk um andlátið
  • Áfallaráð ákveður hvernig upplýsingum skuli komið til forráðamanna umsjónarbekkjar
  • Áfallaráð, hjúkrunarfræðingur eða sálfræðingur veitir umsjónarbekk stuðning og vinnur með bekkinn næstu daga
  • Aðilar úr áfallaráði ræða við nemendur í öðrum bekkjum eftir því sem þörf er á
  • Skólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns
  • Skólinn sendir samúðarkveðjur til nánustu aðstandenda

ÚTFÖR

  • Dagana fyrir útför ræða áfallaráð, prestur og / eða sálfræðingur við umsjónarbekk um hvernig líðan þeirra hefur verið undanfarna daga og um það sem framundan er (kistulagning og jarðarför). Í samráði við aðstandendur og forráðamenn er ákveðið hvort börn í umsjónarbekk verði viðstödd minningarathöfn / útför
  • Aðrir kennarar ræða við sína nemendur með aðstoð áfallaráð

Andlát maka starfsmanns

  • Skólastjóri leitar staðfestra upplýsinga um andlátið
  • Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk
  • Ritari skólans sér um að tilkynna þeim sem fjarri eru
  • Gæta þarf að náin skyldmenni hins látna, sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnirnar sérstaklega, ekki yfir hópinn
  • Ef maki umsjónarkennara fellur frá, tilkynnir skólastjóri ásamt aðila úr áfallaráði umsjónarbekk andlátið
  • Áfallaráð tekur ákvörðun um hvernig upplýsingum skuli komið til forráðamanna nemenda
  • Aðilar úr áfallaráði veita umsjónarbekk stuðning og gefur ráð um hvernig nemendur taki á móti kennara sínum
  • Athuga hvort bekkurinn vill senda kennara sínum kveðju
  • Skólastjóri fer heim til starfsmanns
  • Skólinn sendir samúðarkveðju til starfsmannsins

Verði slys á starfsmanni í skólanum á skólatíma hefur skólastjóri samband við aðstandendur

Ef tilkynningar um andlát berst

  • Ef tilkynnin berst utan skólatíma skal áfallaráð ákveða að hittast í skólanum sem fyrst og fara yfir næstu skref
  • Ef tilkynning berst á skólatíma skal áfallaráð boðað til fundar til að fara yfir næstu skref
  • Tilkynna öðrum starfsmönnum um andlát

Önnur áföll/atburðir Stórslys/náttúruhamfarir

  • Skólastjóri/áfallaráð afli upplýsinga um hvern hátt atburðurinn tengist skólanum
  • Haft verði samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð

Ofbeldisverk (nemandi er gerandi)

  • Kennari styðji við nemandann, bjóði honum viðtöl við sálfræðing, námsráðgjafa, prest eða hjúkrunarfræðing
  • Kennari útskýri aðstöðu nemandans fyrir bekknum

Kynferðisafbrot

Ef grunsemdir vakna í skóla um kynferðisbrot er slíkum málum vísað beint til barnaverndar

Skilnaðir

Börn verða alltaf fyrir aðskilnaði og sorg við skilnað. Mikilvægt er að nemandinn fái tækifæri til að tjá sig við kennarann. Gott samstarf milli heimils og skóla er lykilatriði

Áætlunin var yfirfærð í apríl 2020

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir
skólastjóri

Lesefni

Lesefni fyrir fullorðna

  • Karl Sigurbjörnsson. (1995). Til þín sem átt um sárt að binda. Skálholtsútgáfa. 
  • Sr. Bragi Skúlason. (1997). VON bók um viðbrögð við missi. Hörpuútgáfan. 
  • Sigurður Pálsson. (1998). Börn og sorg. Skálholtsútgáfan. 

Lesefni fyrir börn

  • Bróðir minn Ljónshjarta, e. Astrid Lindgren. Mál og Menning 1984. 
  • Sumarlandið, e. Eyvind Skeie. Frásaga um von. Skálholtsútgáfan 1995. 

Heimasíður

  • www.missir.is 
  • www.sorg.is