Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun endurskoðuð ágúst 2020

RÝMINGARÁÆTLUN

HLUTVERK STARFSFÓLKS

Kennarar: Bera ábyrgð á sínum hóp/bekk. Kennarar skulu taka með sér nemendalista. Verkgreinakennarar verða að taka með sér nemendalista þegar þeir yfirgefa kennslustofu/skólann. 

Stuðningsfulltrúar: Bera ábyrgð á sínum skjólstæðingum.

Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, ritari: Hafa yfirsýn, tryggja að hringt sé strax á slökkvilið 112 og veita upplýsingar þegar það kemur að skólanum.

Aðrir starfsmenn:  Aðstoða við rýmingu á sínu svæði, halda hurðum opnum, aðgæta WC, miðrými og skot. 

Starfsmaður eignasjóðs: skal yfirfara allan slökkvibúnað skólans og skipta um ef með þarf, athuga neyðarútganga og neyðarljós.

HÆTTUÁSTAND

Ef viðvörunarbjallan hringir og þagnar og fer ekki aftur í gang er um bilun eða gabb  að ræða. Hringi hún aftur viðstöðulaust skal rýma skólann.

  1. Þegar nemendur yfirgefa sína stofu, á að skilja eftir öll gögn s.s. skólatösku, yfirhafnir og aðrar eigur.

  1. Nemendur mynda einfalda röð í fylgd með kennara sínum, kennarinn skal fara fyrir hópnum og ef annar fullorðinn er til staðar skal sá vera síðastur og passa hópinn (annars verður kennarinn að skipa einn nemanda)

  1. Hver bekkur notar þann útgang sem næstur er, ekki skal farið í útiskó. Ef ekki er hægt að nota þann útgang skal fara að þeim sem næst er og er greiðfær. (sbr. rýmingaráætlun)

  1. Geti bekkur ekki yfirgefið sína stofu, skal gert viðvart með öllum tiltækum ráðum, hringja í neyðarlínuna, setja föt út um glugga og/eða gera viðvart með hrópum úr glugga. 

  1. Kennarar fara með nemendur á sparkvöllinn þar sem mynda skal raðir. 1. bekkur við Lambhaga svo koll af kolli og er 10. bekkur síðastur.

  1. Kennari skal taka manntal eins fljótt og hægt er og láta vita til stjórnenda ef einhvern nemenda vantar. Hverri bekkjardeild er haldið saman þangað til annað er ákveðið.

  1. Skólastjórnendur og ritari fara yfir starfsmannalista og kanna hvort allt starfsfólk hafi skilað sér.

  1. Skólaliðar athuga hvort nemendur leynast á salernum skólans.

  1. Ritari upplýsir um fjarvistir.

Mikilvægt er að allt starfsfólk

  • Kynni sér þessa áætlun
  • Allir læri sitt hlutverk.
  • Aðstoði við framkvæmd áætlunar.

NEYÐAR- OG ÖRYGGISÁÆTLUN

HVERNIG Á AÐ BREGÐAST VIÐ HÆTTUÁSTANDI,
HAFA SAMBAND VIÐ 112 NEYÐARLÍNAN

Ef það er mat starfsfólks að hættuástand myndast skal það gefa hljóðmerki sem gefur til kynna að rýma skuli skólann. Fyrst hringir skólabjallan í 10 sek og síðan viðstöðulaust eftir það. Til hættuástands getur flokkast eldsvoði, sprengjuhótun eða annað sem ástæða þykir að rýma þurfi skólann.

EFTIRLIT OG UMHIRÐA BÚNAÐAR

Mikilvægt er að öryggisfulltrúi, skólaliðar sem og aðrir starfsmenn skólans fylgist vel með öllum öryggisbúnaði skólans í daglegum störfum sínum og geri starfsmanni eignasjóðs viðvart ef eitthvað er athugavert. Einnig er áríðandi að starfsfólk kynni sér skipulag á rýmingu skólahússins. Að deginum á meðan nemendur eru í skólahúsinu skulu útihurðir og allar millihurðir vera ólæstar svo þær tefji ekki ef rýma þarf húsið í skyndi.

HVERNIG ÆTLUM VIÐ AÐ FLÝJA HÚSNÆÐIÐ ÞEGAR HÆTTA STEÐJAR AÐ?

Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim hóp sem hann er að kenna í það skiptið sem hættuástand verður. Hann skal sjá til þess að rýmingaráætlun sé fylgt við rýmingu skólans.

SKRÁNING STARFSMANNA OG NEMENDA

Skólastjórnendur ásamt ritara fara yfir starfsmannaskrár og hver kennari er ábyrgur fyrir sínum hóp.

SÖFNUNARSVÆÐI UTAN DYRA

Þegar búið er að boða nemendur, að yfirgefa skólann, skulu þeir safnast saman á sparkvellinum þar sem mynda skal raðir. 1. bekkur við Lambhaga svo koll af kolli og 10. bekkur síðastur. Manntal skal tekið eins fljótt og auðið er.

ANNAÐ HÚSASKJÓL/ÖNNUR ÚRRÆÐI

Hægt er að nota íþróttahúsið

AÐHLYNNING VIÐ ÞÁ SEM ÞESS ÞURFA ( ANDLEG/LÍKAMLEG)

Í íþróttahúsi. Skólastjóri /ritari hefur samband við 

  • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 450-4500
  • Sóknarprestinn  456-7135
  • Neyðarlínuna 112