Saga skólans

Skólahald í Bolungarvík hófst 1881-1883 en féll þá niður fram til ársins 1887, var starfræktur til ársins 1889 en féll þá niður fram til skólaársins 1890-1891 en skólinn hefur starfað óslitið frá því ári. 

Skólinn er einn af megin grunnþáttum samfélagsins. 

Skólinn var fyrst starfræktur á svokölluðum Grundum, síðan fluttist hann í eigið húsnæði við Skólastíg. Eftir að það húsnæði var orðið of lítið hófst bygging nýs skólahúss við Höfðastíg, þar sem skólinn er enn til húsa. 

Um tíma var skólinn tvísetinn en eftir að byggt var við nýja skólahúsnæðið hefur skólinn verið einsetinn með 1.-10. bekk.