Starfsáætlun

InngangurHver skóli skal birta stefnu sína með tvennum hætti. Annars vegar er almenn stefnumörkun birt í skólanámskrá og hins vegar eru upplýsingar, sem eru breytilegar frá ári til árs, birtar í árlegri starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð skólanámskrár og starfsáætlunar og skal semja þær í samráði við kennara skólans og annað starfsfólk sem með því móti hafa skuldbundið sig til að framfylgja þeim.

Í skólaráði skal fjalla um skólanámskrá og árlega starfsáætlun skóla. Skólanefnd staðfestir gildistöku þeirra þegar ljóst er að þær hafa verið unnar í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, skólastefnu, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds.

Í starfsáætlun kemur fram hvernig þeim 180 skóladögum, sem skóli hefur til ráðstöfunar, er varið. Í áætluninni er skóladagatal birt en þar sést hvenær kennsla hefst að hausti og hvenær henni lýkur að vori. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaárs. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitastjórnar um fyrirkomulag skólahalds.

SkólanámskráGrunnskóli Bolungarvíkur starfar samkvæmt grunnskólalögum, aðalnámskrá, reglugerðum um starfsemi grunnskóla og skólastefnu Bolungarvíkurkaupstaðar. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntaks náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfsins. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.

Skólanámskrá Grunnskóla Bolungarvíkur var endurskoðuð skólaárið 2016 og áætlað er að hefja endurskoðun í nóvember 2019 og ljúka henni á heilu almanaksári.

Grunnskóli Bolungarvíkur
Höfðastíg 3-5
415 Bolungarvík
Sími: 456-7249, 456-7129
Netfang: bolungur@bolungarvik.is
Heimasíða: gs.bolungarvik.is

Skólinn er opin alla virka daga frá kl 07:30 – 16:00

Skólastjóri: Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir
Aðstoðarskólastjóri: Steinunn Guðmundsdóttir
Umsjónarmaður fasteigna: Reynir Ragnarsson
Umsjón með Heilsu- og tómstundarskóla og Dægradvöl: Eygló Þorgeirsdóttir
Ritari; Aðstoð frá ritara er opin frá kl. 07:30 – 14:00 alla daga. Ritari er Lára Björk Gísladóttir. Hægt er að hafa samband við skrifstofu á opnunartíma. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið bolungur@bolungarvik.is ef þarf að hafa samband á öðrum tímum. Sími skólans er 456-7249

Stjórnskipulag skólans. Stjórnunarteymi Grunnskóla Bolungarvíkur samanstendur af skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.

Skipurit


Starfsfólk skólans

Nafn Netfang Starfsheiti
Alda Karen Sveinsdóttir aldakaren1@simnet.is Stuðningsfulltrúi
Anna Soffía Sigurlaugsdóttir annass@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Auður Hanna Ragnarsdóttir audurr@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Elín Elísabet Ragnarsdóttir elinr@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Elín Þóra Stefánsdóttir eths@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Eygló Þorgeirsdóttir eyglonemi@gmaið.com Heilsu og tómstunda/ dægradv
Guðrún Guðfinnsdóttir runa@bolungarvik.is Leiðbeinandi
Gunnlaugur Gunnlaugsson gunnlaugurg@bolungarvik.is Leiðbeinandi
Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir halldoras@bolungarvik.is Skólastjóri
Helena Hrund Jónsdóttir skolahjukrun@isafjordur.is Skólahjúkrun
Helga Svandís Helgadóttir hsh@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Hildur Ágústsdóttir hildura@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Jóhann Hannibalsson johann.hannibalsson@gmail.com Leiðbeinandi
Jóhanna Bjarnþórsdóttir heidarbrun415@gmail.com Stuðningsfulltrúi
Jón Gunnar Biering Margeirsson nonnigun@gmail.com Tónmennt
Jóna Guðmunda Hreinsdóttir jonagh@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Jónas Leifur Sigursteinsson jonnil@simnet.is Grunnskólakennari
Laddawan Dagbjartsson laddawan2@simnet.is Framhaldsskólakennari
Lára Björk Gísladóttir bolungur@bolungarvik.is Skólaritari
María Berglind Kristófersdóttir maria@smart.is Stuðningsfulltrúi
Pálína Jóhannsdóttir palinaj@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Ragnar Ingi Jónasson ragnarr@gmail.com Stuðningsfulltrúi
Sandra Bergmann Þorgeirsdóttir bergmann415@gmail.com Stuðningsfulltrúi
Sigríður Jóna Guðmundsdóttir siggajng@hotmail.com Yfir matráður
Sigrún Gróa Bjarnadóttir sigrungb@simnet.is Skólaliði
Sigþrúður M Gunnsteinsdóttir sissu@bolungarvik.is Umsjónarkennari
Solveig Edda Vilhjálmsdóttir sol.edda@gmail.com Myndmenntakennari
Sóley Sævarsdóttir soley@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Steinunn Guðmundsdóttir steinunng@bolungarvik.is Aðstoðarskólastjóri
Svana Kristín Guðbjartsdóttir svanag@bolungarvik.is Þroskaþjálfi
Vésteinn Már Rúnarsson vestmr@hotmail.com Stuðningsfulltrúi
Zofia Marciniak zofiamarciniak@simnet.is Grunnskólakennari

Viðtalstímar kennaraVið Grunnskóla Bolungarvíkur eru engir fastir viðtalstímar starfsmanna. Hægt er að hafa samband við starfsmenn í gegnum Mentor ef þörf er á og óska eftir viðtalstíma.

Forföll kennaraKomi til forfalla kennara eru nemendur í 1.-4. bekk aldrei sendir heim. Nemendur í 5.-10. bekk eru sendir heim eftir hádegi, þó er reynt að takmarka það eins og hægt er. Reynt er að leysa öll forföll með forfallakennslu.

Fastir fundirGrunnur að starfsdögum/ skipulagsdögum kennara á haustin er lagður við skólalok á vorin. Lögð er áhersla á að efni á starfsdögum sé í samræmi við stefnu skólans og byggi á starfþróunaráætlun skólans.

Á dagatali eru fastir fundir starfsmanna á miðvikudögum. Fyrsta miðvikudag er starfsmannafundur, annan miðvikudag eru stigsfundir, þriðja miðvikudag er starfsmannafundur/vinnufundur og fjórða miðvikudag eru teymisfundir. Það fer eftir verkefnum hverju sinni hvort stig eða teymi funda oftar, en á miðvikudögum er tryggt að allt starfsfólk (líka í hlutastarfi) sé á staðnum.

Fundargerðir starfsmannafunda eru ritaðar af aðstoðarskólastjóra og haldið til haga á skrifstofu skólastjóra, starfsmenn eru hvattir til að nálgast fundargerðir ef þeir komast ekki á fund. Teymi og stig skila fundargerðum sínum á sameiginlegt svæði starfsmanna.

Trúnaðarmenn starfsmanna og öryggistrúnaðarmaðurTrúnaðarmaður kennara er Elín Þóra Stefánsdóttir, netfang eths@bolungarvik.is . Aðrir starfsmenn leita til síns stéttarfélags en ekki hefur tekist að manna öryggistrúnaðarmannastöðu í skólanum.

StarfsmannastefnaStarfsmannastefna Grunnskóla Bolungarvíkur var unnin upp úr starfsmannastefnu Bolungarvíkur, sem komin var til ára sinna. Starfsmannastefnan var unnin haustið 2019 og verður endurskoðuð aftur haustið 2021.

Sérstakar áherslur í skólastarfi skólaárið 2019-2020Fyrir utan hefðbundið skólastarf sem sinna þarf dags daglega leggur starfsfólk skólans sérstaka áherslu á eftirfarandi þætti:

Allir sem einn, áætlun í 2. bekk er varðar nemendur með annað móðurmál en íslensku.
Heildarendurskoðun á innra mats markmiðum og viðmiðum skólastarfsins.
Endurskipulagning á öllu gæða- og innra mati skólans.
Heildarendurskoðun á starfsháttum og áætlanagerð er varðar nám og kennslu í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011.
Lestarteymi vinnur að endurbótum og aðlögun lestarstefnu skólans að bættri lestarkennslu. Einblína á niðurstöður og árangur.

Önnur atriði sem koma fram í starfsáætlun.

StarfsdagarStarfdagar skólaárið 2019-2020 eru sem hér segir:
6. september - Haustþing kennara og skólastjórnenda
3. desember - Gæði náms og kennslu; Matstæki um þróun skólastarfs - stoðir 4, 5 og 6. Kennarar vinna í hópum og ræða hvernig þeir geta komist nær því að vera á 5. stigi í öllum þáttum. Sjálfsmat, jafningjamat og stjórnendainnlit vorannar skipulagt.
22. janúar Námskeið á vegum bæjarins að skóla loknum
14. febrúar - Endurskoðun á sýn og stefnu Grunnskóla Bolungarvíkur.
16. mars - Gerð kennslufræðilegrar stefnu skólans. Hlutfall skapandi starfshátta og fjölbreytts námsmats.
13. maí - Endurskoðun á áætlanagerð - Eru kennsluáætlanir að endurspegla það starf sem fer fram í skólanum? Er það fyrirkomulag sem nú er viðhaft að nýtast okkur? Hvernig geta grunnþættir Aðalnámskrár stýrt námi og kennslu. 

Skóladagatal 2019-2020

Skoladagatal

Skóladagatal Grunnskóla Bolungarvíkur má einnig sjá á heimasíðu skólans. Samkvæmt skóladagatali eru skóladagar nemenda 180. Þar af eru 10 skertir dagar. Þeir dagar eru skólasetningardagur, tveir viðtalsdagar, skólahlaupsdagur, Öskudagur, litlu jólin, vordagar og skólaslit. Jólaleyfi hefst 21. desember og skólinn byrjar aftur 6. janúar. Vetrarfrí er 21. október og páskaleyfi er frá 6. til og með 13. apríl. Kennsla fellur einnig niður 5 starfsdaga sem eru 6. september, 3. desember, 14. febrúar, 16. mars og 13. maí.

Starfsáætlun nemenda

NemendafjöldiSkólaárið 2019-2020 eru 131 nemandi á þremur stigum. Á yngsta stigi 1.-4. bekk eru 50 nemendur. Á miðstigi 5.-7. bekk eru 48 nemendur. Á unglingastigi 8.-10. bekk eru 33 nemendur.