Starfsáætlun

Inngangur

Hver skóli skal birta stefnu sína með tvennum hætti. Annars vegar er almenn stefnumörkun birt í skólanámskrá og hins vegar eru upplýsingar, sem eru breytilegar frá ári til árs, birtar í árlegri starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð skólanámskrár og starfsáætlunar og skal semja þær í samráði við kennara skólans og annað starfsfólk sem með því móti hafa skuldbundið sig til að framfylgja þeim.

Í skólaráði skal fjalla um skólanámskrá og árlega starfsáætlun skóla. Skólanefnd staðfestir gildistöku þeirra þegar ljóst er að þær hafa verið unnar í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, skólastefnu, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds.

Í starfsáætlun kemur fram hvernig þeim 180 skóladögum, sem skóli hefur til ráðstöfunar, er varið. Í áætluninni er skóladagatal birt en þar sést hvenær kennsla hefst að hausti og hvenær henni lýkur að vori. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaárs. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitastjórnar um fyrirkomulag skólahalds.

Skólanámskrá

Grunnskóli Bolungarvíkur starfar samkvæmt grunnskólalögum, aðalnámskrá, reglugerðum um starfsemi grunnskóla og skólastefnu Bolungarvíkurkaupstaðar. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntaks náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfsins. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.

Skólanámskrá Grunnskóla Bolungarvíkur var endurskoðuð skólaárið 2016 og áætlað er að hefja endurskoðun í nóvember 2019 og ljúka henni á heilu almanaksári.

Grunnskóli Bolungarvíkur
Höfðastíg 3-5
415 Bolungarvík
Sími: 456-7249, 456-7129
Netfang: bolungur@bolungarvik.is
Heimasíða: gs.bolungarvik.is

Skólinn er opin alla virka daga frá kl 07:30 – 16:00

Skólastjóri: Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir
Aðstoðarskólastjóri: Steinunn Guðmundsdóttir
Umsjónarmaður fasteigna: Reynir Ragnarsson
Umsjón með Heilsu- og tómstundarskóla og Dægradvöl: Eygló Þorgeirsdóttir
Ritari; Aðstoð frá ritara er opin frá kl. 07:30 – 14:00 alla daga. Ritari er Lára Björk Gísladóttir. Hægt er að hafa samband við skrifstofu á opnunartíma. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið bolungur@bolungarvik.is ef þarf að hafa samband á öðrum tímum. Sími skólans er 456-7249

Stjórnskipulag skólans. 

Stjórnunarteymi Grunnskóla Bolungarvíkur samanstendur af skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.

Skipurit


Starfsfólk skólans

Nafn Netfang Starfsheiti
Alda Karen Sveinsdóttir aldakaren1@simnet.is Stuðningsfulltrúi
Anna Soffía Sigurlaugsdóttir annass@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Auður Hanna Ragnarsdóttir audurr@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Elín Elísabet Ragnarsdóttir elinr@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Elín Þóra Stefánsdóttir eths@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Eygló Þorgeirsdóttir eyglonemi@gmail.com Heilsu og tómstunda/ dægradv
Guðrún Guðfinnsdóttir runa@bolungarvik.is Leiðbeinandi
Gunnlaugur Gunnlaugsson gunnlaugurg@bolungarvik.is Leiðbeinandi
Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir halldoras@bolungarvik.is Skólastjóri
Helena Hrund Jónsdóttir skolahjukrun@isafjordur.is Skólahjúkrun
Helga Svandís Helgadóttir hsh@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Hildur Ágústsdóttir hildura@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Jóhann Hannibalsson johann.hannibalsson@gmail.com Leiðbeinandi
Jóhanna Bjarnþórsdóttir heidarbrun415@gmail.com Stuðningsfulltrúi
Jón Gunnar Biering Margeirsson nonnigun@gmail.com Tónmennt
Jóna Guðmunda Hreinsdóttir jonagh@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Jónas Leifur Sigursteinsson jonnil@simnet.is Grunnskólakennari
Laddawan Dagbjartsson laddawan2@simnet.is Framhaldsskólakennari
Lára Björk Gísladóttir bolungur@bolungarvik.is Skólaritari
María Berglind Kristófersdóttir maria@smart.is Stuðningsfulltrúi
Pálína Jóhannsdóttir palinaj@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Ragnar Ingi Jónasson ragnarr@gmail.com Stuðningsfulltrúi
Sandra Bergmann Þorgeirsdóttir bergmann415@gmail.com Stuðningsfulltrúi
Sigríður Jóna Guðmundsdóttir siggajng@hotmail.com Yfir matráður
Sigrún Gróa Bjarnadóttir sigrungb@simnet.is Skólaliði
Sigþrúður M Gunnsteinsdóttir sissu@bolungarvik.is Umsjónarkennari
Solveig Edda Vilhjálmsdóttir sol.edda@gmail.com Myndmenntakennari
Sóley Sævarsdóttir soley@bolungarvik.is Grunnskólakennari
Steinunn Guðmundsdóttir steinunng@bolungarvik.is Aðstoðarskólastjóri
Svana Kristín Guðbjartsdóttir svanag@bolungarvik.is Þroskaþjálfi
Vésteinn Már Rúnarsson vestmr@hotmail.com Stuðningsfulltrúi
Zofia Marciniak zofiamarciniak@simnet.is Grunnskólakennari

Viðtalstímar kennara

Við Grunnskóla Bolungarvíkur eru engir fastir viðtalstímar starfsmanna. Hægt er að hafa samband við starfsmenn í gegnum Mentor ef þörf er á og óska eftir viðtalstíma.

Forföll kennara

Komi til forfalla kennara eru nemendur í 1.-4. bekk aldrei sendir heim. Nemendur í 5.-10. bekk eru sendir heim eftir hádegi, þó er reynt að takmarka það eins og hægt er. Reynt er að leysa öll forföll með forfallakennslu.

Fastir fundir

Grunnur að starfsdögum/ skipulagsdögum kennara á haustin er lagður við skólalok á vorin. Lögð er áhersla á að efni á starfsdögum sé í samræmi við stefnu skólans og byggi á starfþróunaráætlun skólans.

Á dagatali eru fastir fundir starfsmanna á miðvikudögum. Fyrsta miðvikudag er starfsmannafundur, annan miðvikudag eru stigsfundir, þriðja miðvikudag er starfsmannafundur/vinnufundur og fjórða miðvikudag eru teymisfundir. Það fer eftir verkefnum hverju sinni hvort stig eða teymi funda oftar, en á miðvikudögum er tryggt að allt starfsfólk (líka í hlutastarfi) sé á staðnum.

Fundargerðir starfsmannafunda eru ritaðar af aðstoðarskólastjóra og haldið til haga á skrifstofu skólastjóra, starfsmenn eru hvattir til að nálgast fundargerðir ef þeir komast ekki á fund. Teymi og stig skila fundargerðum sínum á sameiginlegt svæði starfsmanna.

Trúnaðarmenn starfsmanna og öryggistrúnaðarmaður

Trúnaðarmaður kennara er Elín Þóra Stefánsdóttir, netfang eths@bolungarvik.is . Aðrir starfsmenn leita til síns stéttarfélags en ekki hefur tekist að manna öryggistrúnaðarmannastöðu í skólanum.

Starfsmannastefna

Starfsmannastefna Grunnskóla Bolungarvíkur var unnin upp úr starfsmannastefnu Bolungarvíkur, sem komin var til ára sinna. Starfsmannastefnan var unnin haustið 2019 og verður endurskoðuð aftur haustið 2021.

Sérstakar áherslur í skólastarfi skólaárið 2019-2020

Fyrir utan hefðbundið skólastarf sem sinna þarf dags daglega leggur starfsfólk skólans sérstaka áherslu á eftirfarandi þætti:

Allir sem einn, áætlun í 2. bekk er varðar nemendur með annað móðurmál en íslensku.
Heildarendurskoðun á innra mats markmiðum og viðmiðum skólastarfsins.
Endurskipulagning á öllu gæða- og innra mati skólans.
Heildarendurskoðun á starfsháttum og áætlanagerð er varðar nám og kennslu í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011.
Lestarteymi vinnur að endurbótum og aðlögun lestarstefnu skólans að bættri lestarkennslu. Einblína á niðurstöður og árangur.

Önnur atriði sem koma fram í starfsáætlun.

Starfsdagar

Starfdagar skólaárið 2019-2020 eru sem hér segir:
6. september - Haustþing kennara og skólastjórnenda
3. desember - Gæði náms og kennslu; Matstæki um þróun skólastarfs - stoðir 4, 5 og 6. Kennarar vinna í hópum og ræða hvernig þeir geta komist nær því að vera á 5. stigi í öllum þáttum. Sjálfsmat, jafningjamat og stjórnendainnlit vorannar skipulagt.
22. janúar Námskeið á vegum bæjarins að skóla loknum
14. febrúar - Endurskoðun á sýn og stefnu Grunnskóla Bolungarvíkur.
16. mars - Gerð kennslufræðilegrar stefnu skólans. Hlutfall skapandi starfshátta og fjölbreytts námsmats.
13. maí - Endurskoðun á áætlanagerð - Eru kennsluáætlanir að endurspegla það starf sem fer fram í skólanum? Er það fyrirkomulag sem nú er viðhaft að nýtast okkur? Hvernig geta grunnþættir Aðalnámskrár stýrt námi og kennslu. 

Skóladagatal 2019-2020

Skoladagatal

Skóladagatal Grunnskóla Bolungarvíkur má einnig sjá á heimasíðu skólans. Samkvæmt skóladagatali eru skóladagar nemenda 180. Þar af eru 10 skertir dagar. Þeir dagar eru skólasetningardagur, tveir viðtalsdagar, skólahlaupsdagur, Öskudagur, litlu jólin, vordagar og skólaslit. Jólaleyfi hefst 21. desember og skólinn byrjar aftur 6. janúar. Vetrarfrí er 21. október og páskaleyfi er frá 6. til og með 13. apríl. Kennsla fellur einnig niður 5 starfsdaga sem eru 6. september, 3. desember, 14. febrúar, 16. mars og 13. maí.

Starfsáætlun nemenda

Nemendafjöldi

Skólaárið 2019-2020 eru 131 nemandi á þremur stigum. Á yngsta stigi 1.-4. bekk eru 50 nemendur. Á miðstigi 5.-7. bekk eru 48 nemendur. Á unglingastigi 8.-10. bekk eru 33 nemendur.


Bekkur Drengir Stúlkur Alls Umsjónarkennari
1. 5 4 9 Sigþrúður M. Gunnþórsdóttir
2. 9 4 13 J. Guðmunda Hreinsdóttir
3. 7 9 16 Sóley Sævarsdóttir
4. 6 6 12 Elín Elísabet Ragnarsdóttir
5. 5 7 12 Guðrún Guðfinnsdóttir
6. 10 7 17 Gunnlaugur Gunnlaugsson
7. 11 8 19 Helga Svandís Helgadóttir
8. 2 6 8 Jónas Leifur Sigursteinsson
9. 4 7 11 Jónas Leifur Sigursteinsson
10. 9 5 14 Pálína Jóhannsdóttir

Skóladagar nemenda skulu vera 180 á skólaárinu. Þar af mega 10 dagar vera skertir skóladagar. Skólinn er einsetinn og byrja allir nemendur skólann á sama tíma að morgni. Fyrsta kennslustund hefst kl. 8.00 með yndislestri. Skólaárið 2019-2020 eru 10 bekkir við skólann.

Vikulegur stundafjöldi

Árgangur 1.-4. 5.-7. 8.-10.
Kennslustundir á viku

30

(1200 mín)

35

(1400 mín)

37

(1480 mín)

Kennaratímar

(skiptitímar)

- 30 tímar

- 36 tímar

– 36 tímar

– 34 tímar

– 35 tímar

– 40 tímar

- 39 tímar

– 30,5 tímar

– 30,5 tímar

- 34,25 tímar

Skólatími 8.00-12.35 8.00-13.35 (14.15/12.55) 8.00- mismunandi vegna valgreina

Tilhögun kennslu

1.-4. bekkur byrjar skóladaginn kl. 8.00 á yndislestri í 15 mínútur. Hver kennslustund er 40 mínútur. Frímínútur eru 9.20-9.40 og 11.05-11.15. Að kennslu lokinni kl. 12.35 fara nemendur á mat í mötuneytinu.

5.-7. bekkur byrjar skóladaginn kl. 8.00 á yndislestri í 20 mínútur. Hver kennslustund er 40 mínútur. Frímínútur eru kl. 9.20-9.40 og 11.05-11.15. Matarhlé er kl. 11.55-12.15. Eftir mat eru að meðaltali tvær kennslustundir, nemendur eru lengur einn dag en fara fyrr heim á föstudögum.

8.-10. bekkur byrjar skóladaginn kl. 8.00 á yndislestri í 20 mín. Yfir skóladaginn eru tvær 60 mín kennslustundir, aðrar eru 40 mínútur. Frímínútur eru kl. 9.20-9.40 og matarhlé er kl. 11.25-11.55. Eftir mat eru tvær kennslustundir auk valtíma, lengsti skóladagurinn er til kl. 14.35.

Kennsluáætlanir má sjá á heimasíðu skólans.

Með skiptitímum, vali og sérkennslu eru kennaratímar skólaárið 2019-2020 376 kest. Í töfluna hér að ofan vantar inn sérkennslutíma sem eru 30. Auk þess eru tímar með stuðning 171 kest.

Valgreinar

Nemendum á miðstigi er boðið upp á valgreinar tvær kennslustundir á viku. Valgreinar voru kynntar á haustdögum. Hér má sjá hvaða valgreinar voru í boði á haustönn 2019.

Nemendum á unglingastigi 8., -9. og 10. bekk stendur til boða að velja sér valgreinar sem tengjast áhugasviði þeirra. Nemendur verða að hafa minnst 37 kennslustundir á viku samkvæmt viðmiðunarstundarskrá, af þessum kennslustundafjölda velja nemendur 6 kennslustundir í valgreinar. Nemendur fá valgreinablöð afhent ásamt valgreinalýsingum á haustdögum. Hér má sjá hvaða valgreinar voru í boði á haustönn 2019.

Skipulagt nám utan skóla

Heimilt er að meta skipulagt nám og / eða íþrótta – og frístundastarf sem stundað er utan grunnskóla. Nemandi sem stundar fjórar stundir eða meira á viku í skipulögðu námi/starfi getur fengið það metið sem valgrein. Nemandi í fullu námi í tónlistarskólanum getur einnig fengið það metið sem valgrein. Skila þarf inn staðfestingu til umsjónarkennara með undirskrift og samþykki foreldra.

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl eru tvö á skólaárinu. Fyrsta viðtal er strax á fyrsta skóladegi þar sem farið er m.a. yfir persónuleg og námsmarkmið annarinnar. Viðtöl eru aftur í janúar, þá er m.a. farið yfir stöðu nemandans, farið yfir hvernig gengið hefur að vinna að settum markmiðum og ný markmið sett.

Námsmat og próf

Námsmat grundvallast af lögum um grunnskóla nr.91/2008 en þar má lesa í 27.grein:

,,Mat á árangri og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi. Tilgangur þess er að fylgjast með því hvernig nemendum tekst að mæta markmiðum aðalnámskrár og ná námsmarkmiðum sínum, örva nemendur til framfara og meta hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Nánari ákvæði um námsmat skulu sett í aðalnámskrá grunnskólans.“

Það eru ekki allir sem fá sambærilegt próf. Einstaklingsmiðað nám leggur áherslu á að hver nemandi fái námsmat út frá sínum þroska, getu og bakgrunni. Þegar um slíkt er að ræða er það merkt sérstaklega á námsmatsblöðum.

Frávik annars konar við prófatöku geta verið ólík eins og t.d. próf lesin fyrir nemendur, nemendur fái lengri tíma við úrlausn prófsins, lituð prófablöð eða stækkuð allt eftir þörfum þeirra sem eru með frávik.

Skólaárið í Grunnskóla Bolungarvíkur skiptist í tvær annir. Í lok hvorrar annar er nemendum gefinn vitnisburður, byggður á stöðumati (símati) og prófum. Ekki eru haldnir sérstakir prófdagar heldur fléttast þeir inn í skólastarfið fyrir annarlok. Annaskipti eru í desember (sjá frekari upplýsingar á skóladagatali).

Samræmd próf

Samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði eru haldin í september í 4., 7. og 9.bekk og enska í 9.bekk. Nemendum er skylt að taka könnunarprófin í 4. – 7.bekk. Í samráði við umsjónarkennara og foreldra ákveða nemendur hvort þeir taki könnunarprófin í 9.bekk.

· Samræmd könnunarpróf í 7. bekk eru 19. og 20. september 2019.
· Samræmd könnunarpróf í 4. bekk eru 26. og 27. september 2019.
· Samræmd könnunarpróf í 9. bekk eru 18., 19. og 20. mars 2019.

Á skólaárinu er áætlað að endurskoða námsmatsstefnu skólans og viðmið um námsmat - og á sama tíma að endurskoða kennslufræðilega stefnu skólans. Áætlað er að fara ítarlega í gegnum gæðaviðmið um skólastarf og marka skýra stefnu og aðferðir innan skólans um gæði námsmats og kennslu. Skimana áætlanir endurskoðaðar út frá skema Háskólans á Akureyri um skimanir.

Markmið

Að námsmat sé vel útskýrt og viðmið eins skýr og mögulegt er.
Að skimana áætlanir séu ítarlegar og skipulagðar.

Niðurstöður og markmið samræmdra mælinga

Markmið skólans er að samræmdar mælingar séu nýttar til þess að fylgja eftir eðlilegum framförum nemenda. Séu nemendur ekki að ná framförum á milli mælinga verði brugðist við og aðferðum breytt. Ásættanlegar framfarir eru metnar í hverju tilviki fyrir sig.

Markmið skólans er að á heildina sé skólinn ávallt að bæta heildarárangur sinn á milli mælinga

Helstu viðburðir á skólaárinu

Skólasetning

Skólasetning fer fram á sal skólans ár hvert. Skólastjóri setur skólann og fer yfir mikilvægi starfsins og aðra þætti er varða breytingar og skólastarfið. Af því loknu eru foreldraviðtöl þar sem nemendur mæta með foreldrum sínum, setja sér markmið og fá helstu upplýsingar er varða nám þeirra.

Haustferð / gönguferð

Unglingastigið hefur skólaárið á gönguferð/fjallgöngu og er ferðin skipulögð af umsjónarkennurum. Af óviðráðanlegum orsökum féll gangan í ár niður en farið var með stigið í golf.

Reykjaskóli

Nemendur í 7. bekk fara með umsjónarkennara sínum að Reykjum þar sem þeir taka þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með öðrum nemendum víðs vegar að af landinu.

Ólympíuhlaupið

Skólinn tekur þátt í skólahlaupinu ár hvert. Í boði er að hlaupa 2.5, 5 eða 10 km. Í ár var farið á Ísafjörð þar sem ÍSÍ kom á staðinn.

Íþróttahátíð unglingastigs

Íþróttahátíð Grunnskóla Bolungarvíkur er haldin ár hver og öllum grunnskólum á norðanverðum Vestfjörðum boðið að taka þátt. Keppnin er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag og er samvinnuverkefni milli heimilis og skóla. Allur undirbúningur er á höndum nemenda, sem safna m.a. styrkjum hjá fyrirtækjum í bænum, íþrótta- og umsjónarkennurum sem skipuleggja dagskrána og foreldra sem sinna gæslu á balli.

Þema

Í ár ætlar skólinn að skipuleggja þemaviku tvisvar sinnum yfir skólaárið. 11.-15. nóvember og 9.-13. mars. Lögð er áhersla á samþættingu námsgreina. Markmið og mat eiga að vera nemendum skýr í upphafi þemans. Verkefnin verða ákveðin í samvinnu, nóvember þemað verður NORRÆN GOÐAFRÆÐI. Að auki verða unnin verkefni tengd sérstökum dögum eins og hefur verið, dagar eins og Dagur íslenskra tungu, Evrópski tungumáladagurinn, Baráttudagurinn gegn einelti ofl.

Litlu jólin

Litlu jólin hefjast kl. 10:00, 20. desember þar sem bekkir hittast í sinni stofu með umsjónarkennara. Þar er notaleg stund við kertaljós, jólasögu og jafnvel spil. Kl. 11:00 hittast allir á sal þar sem dansað er í kringum jólatréð og sungin jólalög.

Árshátíð

Árshátíð skólans er haldin í febrúar á hverju ári. Nemendur flytja ýmis atriði út frá þema sem valið er ár hvert. 1.-7. bekkur er með stutt söng- eða leikatriði en unglingastigið setur upp stórt leikrit sem þeir velja sjálfir. Leiklistarval er í boði á vorönn á unglingastigi og þar gefst nemendum kostur á að velja að leika, gera leikmynd, sjá um búninga, ljós og hljóð. Að lokinni leiksýningu er ball þar sem unglingastigið býður nemendum í 7. bekk að vera með.

Skíðaferð

Reynt er að fara í skíðaferð með 5.-10. bekk á hverju ári. Farið er með rútu á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar og heilum skóladegi eytt þar. Allir nemendur eru hvattir til að koma með, hvort sem þeir fara á skíða eða renna sér á sleða/þotu.

Yngsta stigið skipuleggur útivistardag á svipuðum tíma, þar sem farið er út að renna eða leika í snjónum.

Öskudagur

Öskudagur er uppbrotsdagur í skólanum þar sem nemendur og starfsmenn mæta í búningum og síðan er haldin skemmtun á sal skólans.

Stóra upplestrakeppnin

Nemendur í 7.bekk taka þátt í Stóru upplestarkeppninni á hverju ári. Umsjónarkennarar halda utan um keppnina ár hver innan skólans þar sem nemendur 7. bekkjar lesa upp fyrir aðra nemendur og dómnefnd. Loka keppni fyrir skólana á norðan verðum Vestfjörðum fer fram í sal tónlistarskólans á Ísafirði, Hömrum.

Skólaferðalag

9. og 10. bekkur fara saman í skólaferðalag bekkirnir sjá um að skipuleggja það með umsjónarkennara sínum og fjárafla í samstarfi við foreldra sína. Farið er annað hvert ár og stefnt er á skólaferðalag í vor dagana 25.-28. maí.

Innra mat

Heildarendurskoðun á innra mats markmiðum skólastarfsins er í vinnslu. Endurskipulagning á öllu gæða og innra mati skólans mun fara fram á skólaárinu. Markmið er að langtímaáætlun um innra mat liggi fyrir í janúar 2020.

Skólaráð

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri stýrir ráðinu og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráðið fundar að jafnaði fjórum sinnum á skólaárinu. Fundargerðir skólaráðsins verða aðgengilegar á heimasíðu skólans.

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Það fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólk. Skólaráð er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda, tveimur fulltrúum foreldra og að auki einum fulltrúa úr grenndarsamfélaginu. Fulltrúi í skólaráði missir hæfi sitt til setu í ráðinu ef tengsl hans við skólann rofna.

Skólaráð Grunnskóla Bolungarvíkur 2019-2020

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri. Netfang: halldoras@bolungarvik.is
Staðgengill: Steinunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Netfang: steinunng@bolungarvik.is
Helga Svandís Helgadóttir, fulltrúi kennara. Netfang: hsh@bolungarvik.is
Auður Hanna Ragnarsdóttir, fulltrúi kennara. Netfang: audurr@bolungarvik.is
Sandra Bermann Þorgeirsdóttir, fulltrúi annarra starfsmanna. Netfang: sandrabth84@gmail.com
Íris Embla Stefánsdóttir, fulltrúi nemenda. Netfang: irisembla04@gmail.com
Gabriela Galka, fulltrúi nemenda. Netfang: gabrielagalka1@gmail.com
Þóranna Þórarinsdóttir, fulltrúi foreldra. Netfang: olihrauni@simnet.is
Birgir Örn Birgisson, fulltrúi foreldra. Netfang: bob@ov.is
Þórhildur Björnsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins. Netfang: albertg@simnet.is

Skólaráðið fundar tvisvar fyrir áramót, í lok október og aftur í lok nóvember. Ráðið fundar einnig tvisvar eftir áramót, í lok febrúar og í lok apríl.

Október;

Funda- og starfsáætlun skólaráðs rædd og uppfærð ef þörf þykir.
Starfsáætlun skólans yfirfarin og athugasemdir teknar fyrir.
Foreldrafélag, samstarf heimilis og skóla, upplýsingamiðlun.
Skipulag innra mats.
Starfsmannastefna, yfirfarin og athugasemdir teknar niður.
Heimaþjálfun kynnt.
Starfshættir nemendaverndarráðs, sérfræðiþjónusta.

Nóvember:

Námsmarkmið skólans m.t.t. aðalnámskrár.
Nemendafélag, hagsmunamál nemenda.
Kennsluaðferðir.
Námsmat, niðurstöður samræmdra prófa og lestraprófa.
Staða list- og verkgreinakennslu.
Endurmenntunaráætlun.
Skólanámskrá yfirfarin og rædd

Febrúar:

Viðmiðunarstundaskrá.
Niðurstöður starfsmannasamtala.
Skólareglur yfirferð.
Stundaskrárrammi næsta vetrar, valgreinar.
Starfsmannaauglýsingar.
Skóladagatal næsta vetrar

Maí:

Innritun nemenda.
Ráðningar starfsmanna.
Skipan starfsmannateyma næsta vetrar, skólahúsnæði og skólalóð, öryggi og aðbúnaður, innkaup námsgagna, matsvinna.
Mat á starfsáætlun, drög að starfsáætlun næsta árs.
Fyrirkomulag haustfunda og viðtala kennara, foreldra og nemenda yfirfarið og rætt.
Tilhögun námsmats

Foreldrafélag

Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla. Allir foreldrar nemenda við Grunnskóla Bolungarvíkur eru sjálfkrafa í foreldrafélagi skólans. Tilgangur félagsins er að efla félagslífið í skólanum (skipan bekkjarfulltrúa), standa fyrir föstum viðburðum á skólaárinu og stuðla að góðu samstarfi milli foreldra og skóla.

Foreldrafélagið er með facebook síðu þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna: Foreldrafélag Grunnskóla Bolungarvíkur.

Stjórn félagsins skipa:
Formaður: Jón Hafþór
Gjaldkeri: Birgir Örn Birgisson
Stjórnarmeðlimir: Brynja Dís Stefánsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Heiða Björg Guðmundsdóttir

Nemendafélagið

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélagið vinnur m.a. að félags- og velferðar málum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstöðu eftir þörfum. Nemendafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosning fulltrúa í skólaráð.

Nemendaráð er kosið árlega af nemendum í 8., 9. og 10. bekk í samráði við félagsmiðstöðina. Grunnskóli Bolungarvíkur er í góðu samstarfi við félagsmiðstöðina, sem er í sama húsnæði með hluta af neðstu hæð skólans. Þegar böll eru haldin á vegum félagsmiðstöðvarinnar fær félagsmiðstöðin aðgang að sal skólans. Samvinna er á milli nemenda, kennara og félagsmiðstöðvarinnar um skipulagt uppbrot á hverju skólaári.

Viðburðir á vegum skólans og félagsmiðstöðvarinnar:
Nýnemaball – samstarfsverkefni heimila, skóla og félagsmiðstöðvarinnar.
Íþróttahátíð unglinga stigs – samstarfsverkefni skóla og félagsmiðstöðvar með stuðning frá heimilum.
Árshátíð grunnskólans.
SamVest.
Samfés.
Böll fyrir yngri bekki grunnskólans

Skólareglur

Samkvæmt reglugerð nr.1040/20011 skal hver grunnskóli setja sér skólareglur þar sem fram koma skýr viðbrögð við brotum á reglunum. Stuðlað sé að jákvæðri hegðun og miðað sé að því að rækta persónulegan þroska og hæfni nemenda. Skólareglur varða allt skólasamfélagið, þ.e. starfsfólk skólans og stjórn hans, nemendur og foreldra. Skólareglur eru settar í samráði við skólaráð og er leitast við að ná sem víðtækastri sátt um þær. Á hverju ári eru skólareglur kynntar nemendum og foreldrum þeirra og þær eru birtar á vef skólans. Umsjónarkennarar fjalla um reglurnar, þýðingu þeirra og hlutverk með nemendum eins oft og þurfa þykir. Í skólareglum er kveðið á um almenna umgengni, samskipti, háttsemi, stundvísi, ástundun náms, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur, ábyrgð og skyldur.

Skólareglur Grunnskóla Bolungarvíkur má sjá hér.

Stoðþjónusta

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 á skólinn „að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.“ Í reglugerð um nemendur með sérþarfir nr. 585/2010 er áréttað að allir nemendur eigi að fá „jöfn tækifæri á eigin forsendum til náms og virkrar þátttöku í grunnskólum án aðgreiningar þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir þeirra.“ Skóli án aðgreiningar er byggður hugmyndum um jafnræði og réttlæti en ekki á því að allir séu á sama stað á sama tíma að gera það sama. Stundum hentar nemanda að vera með samnemendum í bekknum að vinna verkefni, stundum hentar að fara annað í minni hóp. Stutt er við kennara og búið til lærdómsumhverfi þar sem sérkennarar og kennarar nýta og deila betur þekkingu sinni sín á milli með hæfni nemandans að leiðarljósi.

Túlkaþjónusta

Skólinn hefur keypt túlkaþjónustu eftir þörfum. Það er aðallega í foreldraviðtölum sem slík þjónusta er notuð. Einnig er starfsmaður skólans Zofia Marciniak til aðstoðar ef þörf krefur.

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta við Grunnskóla Bolungarvíkur er í höndum Litlu kvíðamiðstöðvarinnar. í þjónustunni felast annars vegar frumgreiningar (forathugun á ADHD og einhverfurófi eða þroska frávikum) þar sem fram fer vitsmuna þroskamat, áhorf, fyrirlögn og úrvinnsla matslista, skýrslugerð og tilvísun eða eftirfylgd/ráðgjöf.

Hins vegar eru meðferðar/ráðgjafarmálin sem eru hegðunarvandi, tilfinningavandi og félagslegir erfiðeikar.

Sálfræðingar koma á staðinn 5 sinnum yfir skólaárið og bjóða einnig upp á fjarviðtöl.

Skólashjúkrun

Skólahjúkrun er á vegum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólk skólans.

Skólahjúkrunarfræðingur skólans er Helena Hrund Jónsdóttir. Hún hefur viðveru í skólanum alla miðvikudaga frá kl. 08.30-14.30

Fræðsluerindin sem farið er í eru:

1. bekkur: Hollusta og tannvernd - Hjálmafræðsla
2. bekkur: Svefn - Hamingja
3. bekkur: Hollusta og hreyfing
4.-5. bekkur: Hreyfing og hollusta - Hamingja og samskipti
6. bekkur: Kynþroski
7. bekkur: Tannvernd - Hugrekki
8. bekkur: Kynfræðsla - Hugrekki - Hreyfing og hollusta
9. bekkur: Kynfræðsla

Talmeinafræðingur

Talmeinafræðingar á vegum Tröppu ehf. sinna talþjálfun við Grunnskóla Bolungarvíkur. Þessir tímar eru einu sinni í viku að jafnaði. Þjónustan fer fram í gegnum fjarbúnað.

Námsráðgjafi

Engin námsráðgjafi er starfandi við skólann en við höfumn aðgang að námsráðgjafa á vegum Tröppu ehf. þar sem reynt er að koma til móts við þarfir nemenda og aðstoða eftir þörfum.

Nemendaverndarráð

Í skólanum er nemendaverndarráð sérstakur vettvangur til að vinna að hagsmunum nemenda, vernd og öryggi í skólastarfi í samræmi við reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

Hlutverk nemendaverndarráðs er meðal annars:

Að gæta hagsmuna nemenda í skólanum, vernda þau og styðja með því að; taka við tilvísunum nemenda sem þurfa stuðning vegna líkamlegra, félagslegra og / eða sálrænna erfiðleika.
Samræma og samhæfa þjónustu skóla við nemendur sem eiga við náms- og eða tilfinningalegan vanda að etja.
Meta þörf nemenda fyrir greiningu sérfræðinga (sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara).
Ræða málefni nemenda sem þarfnast sértækra úrræða eins og sjúkrakennslu.
Vísa málefnum einstakra nemenda til frekari úrlausnar.
Vinna tilkynningar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur barnaverndarlaga.
Vera tengiliður og til samráðs við aðila utan skólans s.s. félagsþjónustu, heilsugæslu, BUGL ofl.

Í nemendaverndarráði eru:

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir - skólastjóri
Steinunn Guðmundsdóttir - aðstoðarskólastjóri
Guðný Hildur Magnúsdóttir - félagsráðgjafi
Helena Hrund Jónsdóttir - hjúkrunarfræðingur
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir - fulltrúi barnaverndar

Sérfræðiþjónusta við starfsfólk

Í reglugerð ríkisins (nr. 548/2010) um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum er tekið fram að sveitarfélög skuli stuðla að því að skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu til að innleiða þá menntastefnu sem birtist í Aðalnámskrá grunnskóla hverju sinni. Trappa ehf sinnir því hlutverki við Grunnskóla Bolungarvíkur.

Símenntunaráætlun 2019 til 2022

Hverjum skóla ber að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af gildandi kjarasamningi sem gerir ráð fyrir 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og ára.

Skipta má símenntun starfsmanna í tvo meginþætti, þætti sem eru nauðsynlegir fyrir skólann og þætti sem hver starfsmaður metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Starfsþróun kennara ætti í lang flestum tilvikum að vera í samræmi við stefnu skólans og starfsþróunaráætlun. Starfsþróun kennara er skráð á sérstakt eyðublað “Staðfesting starfsmanns á símenntun” sem skólastjóri og starfsmaður ræða í starfsþróunarviðtali.

Skólastjórnendur kanna í starfsþróunarviðtölum hvaða símenntun starfsmenn hafa áhuga á og telja að þeir þurfi til að halda sér við í starfi eða bæta nýrri þekkingu sem nýtist í starfinu. Auk þess skilgreina stjórnendur þörf á símenntun fyrir starfsfólk út frá símenntunaráætlun skólans. Í sameiningu ákvarða starfsmenn og stjórnendur almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum komandi vetrar og /eða þróunarvinnu.

Mikilvægt er að starfsmenn nýti lögbundinn undirbúnings tíma til að sinna símenntun sinni sem sækja þarf annars staðar. Sú símenntun sem í boði hefur verið á svæðinu nær ekki að sinna þörfum starfsmanna en sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum hafa tekið sig saman og halda sameiginleg námskeið á haustdögum fyrir kennara.

Til símenntunar teljast formleg fræðsla eins og nám, námskeið, fræðslufundir og fræðsluerindi. Símenntun getur einnig verið óformleg en undir það falla vettvangsferðir, teymisvinna, leshringir, þróunarvinna og undirbúningur á fræðslu fyrir aðra starfsmenn.

Ef skólinn sendir starfsmann á starfstengd námskeið, samkvæmt starfsþróunar áætlun eða eftir þörfum greiðir skólinn allan kostnað, ferða- og námskeiðsgjald. Ef starfsmaður óskar eftir að fara á námskeið sem nýtist honum í starfi en er ekki forgangsmál sækir hann í sinn sjóð fyrir ferða- og námskeiðskostnaði en heldur launum ef námskeið er á vinnutíma.

Ef starfsmaður óskar eftir að fara á námskeið sem hefur engin tengsl við starfið fjármagnar starfsmaðurinn símenntunina sjálfur.

Símenntunaráætlun Grunnskóla Bolungarvíkur er sett til þriggja ára í senn - á næstu árum er það ætlun starfsfólks skólans að starfsþróun starfsmanna þjóni framgangi skólastarfs og það sé í höndum skólans að velja sínar áherslur.

Endurskoðun á sýn og stefnu skólans í kjölfar endurskoðunar á skólastefnu sveitarfélagsins.

Heildarendurskoðun á innra mats markmiðum og viðmiðum skólastarfsins.

Endurskipulagning á öllu gæða- og innra mati skólans - og samræma stefnu skólans og starfshætti.

Heildarendurskoðun á starfsháttum og áætlanagerð er varðar nám og kennslu í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011.

Lestarteymi vinnur að endurbótum og aðlögun lestarstefnu skólans að bættri lestarkennslu. Einblína á niðurstöður og árangur.

Sérstök áhersla á þjónustu við fjöltyngd börn og samvinnu og samstarf við foreldra þeirra.

Áherslur 2019 - ítarleg áætlun

Áherslur í skólaþróun kennara við Grunnskóla Bolungarvíkur skólaárið 2019-2020 verða:

Matstæki um þróun skólastarfs - innra mat
Ágúst: Bekkjarnámskrá
September: Bekkjarnámskrá
Október: Áætlanir / fyrirlestur
Nóvember: Áætlanir, teymisvinna ( innra mat / læsi/allir sem einn), greining gagna
Desember: Námsmat / leiðsagnamat
Janúar: Skólastefnan, áætlanir, teymisvinna
Ferbrúar: Áætlanir, teymisvinna
Mars: Áætlanir, teymisvinna
Apríl: Námsmat, sjálfsmat, skólaþróun
Maí: Námsmat, sjálfsmat, skólaþróun

Læsisstefna

Unnið verður að betrumbætum á læsisstefnu Grunnskóla Bolungarvíkur í framhaldi af vinnu að skólastefnu sveitarfélagsins. Þangað til verður stuðst við lestrarljósin sem voru uppfærð á haustdögum. Lestrarljósin er að finna á heimasíðu skólans.

Heimaþjálfunarstefna

Heimaþjálfunarstefna Grunnskóla Bolungarvíkur var endurskoðuð haustið 2019 og verður endurskoðuð aftur haustið 2020.

Aðrar áætlanir

Óveðursáætlun

Ef veður er vont og forstöðumenn skóla telja að ekki sé hægt að halda úti óskertri starfsemi verður það tilkynnt með tölvupósti, tilkynningu á heimasíðu og til fjölmiðla með eins miklum fyrirvara og hægt er. Telji forráðamaður nemanda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slík tilvik ber að tilkynna í skólann.

Áætlunin er á heimasíðu skólans og var síðast endurskoðuð 2017. Áætlað er að endurskoða áætlunina 2019.

Við mat á starfsáætlun að vori kemur fram hvort reynt hafi á áætlunina og hvort ástæði sé til endurskoðunar fyrr en áætlað er.

Jafnréttisáætlun

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008 ber öllum fyrirtækjum og stofnum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun. Markmið og tilgangur með lögunum er að koma á og viðhalda jafnrétti, hæfileikum og færni karla og kvenna og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Sett er fram áætlun með mælanlegum og tímasettum markmiðum svo að áætlunin þjóni tilgangi sínum.

Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur er endurskoðuð á hverju hausti, endurskoðun lýkur jafnan fyrir 1. desember ár hvert en áætlunin var síðast endurskoðuð í október 2018. Jafnréttisáætlunin er í heild sinni á heimasíðu skólans Áætluninni fylgir aðgerðaáætlun. Við mat á starfsáætlun að vori er framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar staðfest.

Áfallaáætlun

Mikilvægt er að starfsmenn skólans séu vel undir það búnir að takast á við erfiðleika sem fylgja áföllum af ýmsu tagi. Nauðsynlegt er að samkomulag og skýr vitneskja sé um hvernig skuli bregðast við. Áfallaáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur er hugsuð sem vinnuáætlun eða gátlisti um hver sinni hvaða hlutverki, í hvaða röð og hvernig bregðast eigi við einstökum tilfellum. Alltaf er mjög mikilvægt að hafa í huga óskir fjölskyldna þeirra sem í hlut eiga, nemenda sem og starfsmanna.

Áætlunin er á heimasíðu skólans og var síðast endurskoðuð árið 2015. Áætlað er að endurskoða áfallaáætlunina á vorönn 2020.

Við mat á starfsáætlun að vori kemur fram hvort reynt hafi á áfallaáætlun og hvort ástæði sé til endurskoðunar fyrr en áætlað er.

Áfengis og fíknivarnir

Áætlunin er á heimasíðu skólans og var síðast endurskoðuð árið 2015. Áætlað er að endurskoða áætlun um áfengi og fíknivarnir á vorönn 2020.

Við mat á starfsáætlun að vori kemur fram hvort reynt hafi á áætlunina og hvort ástæði sé til endurskoðunar fyrr en áætlað er.

Eineltisáætlun

Áætlunin er á heimasíðu skólans og var síðast endurskoðuð árið 2016. Áætlað er að endurskoða eineltisáætlunina vorönn 2020.

Við mat á starfsáætlun að vori kemur fram hvort reynt hafi á áætlunina og hvort ástæði sé til endurskoðunar fyrr en áætlað er.

Innflúensuáætlun

Áætlunin er á heimasíðu skólans og var síðast endurskoðuð árið 2016. Áætlað er að endurskoða inflúensuáætlun vorönn 2020.

Við mat á starfsáætlun að vori kemur fram hvort reynt hafi á áætlunina og hvort ástæði sé til endurskoðunar fyrr en áætlað er.

Móttaka nýrra nemenda

Í Grunnskólanum í Bolungarvík er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum. Þetta er m.a. gert með því að kynna fyrir þeim og foreldrum þeirra skólahúsið s.s. helstu kennslustofur, gönguleiðir, fatahengi, mötuneyti, innganga o.fl. Auk þess eru nemendur og foreldrar þeirra upplýstir um lykilþætti skólastarfsins, bæði þá námslegu og þá félagslegu. Kynningar eins og hér hefur verið lýst fara fram með formlegum hætti hvort heldur sem nemendur hefja skólagöngu sína að hausti eða á einhverjum öðrum tíma skólaársins.

Móttökuáætlanir nýrra nemenda.
Nemenda sem hafa ekki tök á íslensku.
Nemenda með sérþarfir.
Nemendum sem bætast í hópinn á miðju skólaári.
Allar móttökuáætlanir nemenda verða endurskoðaðar á yfirstandandi skólaári 2019-2020

Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun Grunnskóla Bolungarvíkur er á heimasíðu skólans. Áætlunin var endurskoðuð vorið 2016 og er í endurvinnslu skólaárið 2019-2020.

Hagnýtar upplýsingar

Forföll og veikindi

Foreldrar tilkynna forföll nemenda fyrir upphaf skóladags áður en að skóladagurinn hefst kl. 08:00 með í því að hringja í skólann s: 456-7249. Eins ber foreldrum að hringja á hverjum morgni ef nemandi er veikur lengur en einn dag.

Ef nemandi þarf leyfi hluta úr degi eða í einn eða tvo daga skal hafa samband við ritara eða umsjónarkennara. Ef óskað er eftir leyfi í lengri tíma þarf að sækja um það skriflega. Eyðublöð eru til í skólanum og á netinu einnig er hægt að nálgast blöðin hjá ritara. Það er á ábyrgð foreldra að vinna upp námsefni sem þeir missa af í lengra leyfi.

Foreldrar tilkynna forföll nemenda fyrir upphaf skóladags áður en að skóladagurinn hefst kl. 08:00 með í því að hringja í skólann s: 456-7249. Eins ber foreldrum að hringja á hverjum morgni ef nemandi er veikur lengur en einn dag.

Ef nemandi þarf leyfi hluta úr degi eða í einn eða tvo daga skal hafa samband við ritara eða umsjónarkennara. Ef óskað er eftir leyfi í lengri tíma þarf að sækja um það skriflega. Eyðublöð eru til í skólanum og á netinu einnig er hægt að nálgast blöðin hjá ritara. Það er á ábyrgð foreldra að vinna upp námsefni sem þeir missa af í lengra leyfi.

Nemendum í grunnskóla er skylt að mæta í allar kennslustundir sem þeim eru ætlaðar samkvæmt skipulagi skólans nema um lögleg forföll eða leyfi sé að ræða.

Verði misbrestur á mætingu nemanda, skal umsjónarkennari leita skýringa og reyna að finna úrræði til úrbóta í samvinnu við nemandann og forráðamann hans. Dugi það ekki skal málinu vísað til nemendaverndarráðs og skólastjóra.

Frímínútur

Nemendur í 1.-7. bekk eru úti í frímínútum.
Þurfi nemandi af einhverjum ástæðum að vera inni, skal forráðamaður koma beiðni um slíkt til skólans / umsjónarkennara nemandans. 8.-10.bekkur hefur val um að fara út.

Hafragrautur, nesti og ávextir

Í nestistíma er í boði hafragrautur sem er gjaldfrjáls fyrir nemendur. Ef nemendur koma með nesti er rétt að minna á mikilvægi hollustu. Ávextir eru í boði fyrir alla nemendur í skólanum frá 10.30-11.05.

Mötuneyti / hádegis nesti

Nemendum skólans stendur til boða að kaupa mataráskrift. Í boði er að velja sér fjölda daga. Segja verður upp áskrift eða tilkynna breytingar fyrir 20. hvers mánaðar. Þeir nemendur sem eru ekki í mataráskrift koma með hádegis nesti. Mikilvægt er að hafa það sem hollast. Sjá gjaldskrá á heimasíðu sveitafélagsins www.bolungarvik.is

Lokaorð

Starfsáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur er lögð fram að hausti. Að vori leggur skólastjórn mat á framkvæmd starfsáætlunar skólans og gerir grein fyrir í “Mati á starfsáætlun” þar sem lagt er mat á það hversu vel hefur tekist til að framkvæma það starf sem lagt er upp með í þessari áætlun.

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir

Yfirfarið nóvember 2019