Starfsáætlun

Starfsáætlun

Inngangur

Starfsáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur er upplýsingarit um skólann, auk þess sem hún er handbók og stefnumótandi rit fyrir skólastarfið. Starfsáætlunin er endurskoðuð árlega og inniheldur helstu upplýsingar um skólann, áherslur og markmið með skólastarfinu. Hún heldur einnig utan um skipulag og helstu verkefni skólaársins, fyrirkomulag kennslu, venjur og siði í skólastarfinu.

Áætlunin byggir á starfsvenjum okkar ásamt þeim ábendingum sem fram koma í mati á skólastarfinu hverju sinni, um hvað megi betur fara og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta skólann.

Starfsáætlunin er hluti af skólanámskrá okkar og hana má nálgast á heimasíðu skólans.

Megi starfsárið vera okkur heilla- og árangursríkt!

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri