Áætlun um áfengis og fíknivarnir

Í skólareglum Grunnskóla Bolungarvíkur kemur fram að neysla vímuefna, tóbaks, og áfengis og hvers kyns efna af öðrum toga er stranglega bönnuð í skólanum, á lóð hans og samkomum á hans vegum.

Áætlun Grunnskóla Bolungarvíkur um áfengi og fíknivarnir miðar að því að fræða nemendur og miðla til þeirra upplýsingum með það í huga að draga úr fjölda þeirra sem sem ánetjast áfengi, reykingum, vímuefnum eða annarri fíkn.