Áætlun um öryggi og heilbrigði
Áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er mikilvægur þáttur í markvissu vinnuverndarstarfi. Tilgangur áætlunarinnar er að gefa gott yfirlit yfir þær áhættur sem eru á vinnustaðnum og hvernig brugðist hefur verið við þeim með forvörnum. Samkvæmt reglum um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum ( nr. 920/2006) sem byggja á vinnuverndarlögunum (L-46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin skal fela í sér að gert er sérstakt áhættumat sem gefur gott yfirlit yfir heilsufarslega áhættu- og álagsþætti. Jafnframt skal tilgreina forvarnir, sem byggja á áhættumati til að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á heilsutjóni og áætlun um eftirfylgni.
Með gerð þessarar áætlunar um öryggi og heilbrigði er vonast eftir að hægt verði að fyrirbyggja og/eða draga úr áhættur á slysum, álagi, vanlíðan og heilsutjóni sem starfsfólk getur upplifað við störf sín. Búið er að gera sérstakt áhættumat, sem leiðir til úrbótaáætlunar og eftirfylgni. Mikilvægt er að vinnuvernd festist í sessi og eftirfylgnin verði markviss.
Hér má nálgast áætlunina í heild sinni : Áætlun um öryggi og heilbrigði
Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir
september 2022