Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

  • 24.2.2020 - 25.2.2020

Bolludagur er mánudagurinn í föstuinngangi, 7 vikum fyrir páska, en föstuinngangur kallast síðustu þrír dagarnir fyrir lönguföstu, sem hefst á miðvikudegi með öskudegi. Flengingar og bolluát berst líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. 

Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir lönguföstu, 7 vikum fyrir páska og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. 

Öskudagur er fyrsti dagur lönguföstu sem hefst 7. viku fyrir páska og getur hann verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars.