Eiríkur Norðdahl og ljóðin

26.4.2024

  • Eon
  • Eon2

Barnamenningarhátíðin stendur yfir

Eiríkur Norðdahl rithöfundur kom og heimsótti mið- og unglingastig mánudaginn 22. apríl. Í heimsókninni hélt hann fyrirlestur um ljóð og ljóðagerð þar sem hann sagði frá ólíkum gerðum ljóða. Til að mynda voru tekin fyrir ljóð úr bulli, myndljóð, ljóð sem eru einungis eitt orð ásamt hefðbundnari gerðum ljóða. Þetta þótti nokkuð áhugavert og þá sérstaklega þegar hann flutti fyrir börnin ljóð en þar bar af frásagnar hæfni Eiríks.

Fyrirlesturinn er hluti af vinnu við ljósmynda og ljóðasýningu sem nú er unnið að meðal nemenda á mið- og unglingastigi. Sýningin mun verða sett upp í Sundlaug Bolungarvíkur þann 8. maí og hefur þemað Af hverju búum við hér? Sýningin er sett upp í tilefni af Barnamenningarhátíðinni Púkanum árið 2024. Sýningin er frábært tækifæri fyrir börn á mið og efsta stigi til að efla listsköpun og miðla henni áfram.

Eon