Heimaþjálfunarstefna

Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna og ber þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra (Lög um grunnskóla frá 2008, 19. gr.). Heimaþjálfun getur haft jákvæð áhrif á persónuþroska og námsárangur og því er mikilvægt að góð samvinna ríki á milli heimilis og skóla. Heimaþjálfun tekur mið af þroska, áhuga og aðstæðum hvers einstaklings svo og til námsgreina.

Lestur

Lestur er undirstaða alls náms og því er heimalestur afar mikilvægur. Til að ná góðum árangri er mikilvægta að:

  • Lesið sé heima í a.m.k 15 mínútur alla virka daga.

  • Foreldrar hlusti reglulega á börn sín lesa

  • Foreldrar ræði innihald texta og einstök orð við börnin

„Mikilvægt er að skapa jákvætt viðhorf til lesturs og að allir geti náð árangri í lestri. Í því felst að ungt fólk sé hvatt til að lesa fjölbreytt efni bæði heima og í skóla. Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira“ (Hvítbók um umbætur í menntun, 2014).

Yngsta stig (6 – 9 ára)

Markmið að nemendur:

  • þjálfi enn frekar það sem kennt hefur verið í skólanum

  • þrói með sér góða námstækni/námsvitund og verði sjálfstæðir í vinnubrögðum

Kennarar færa heimaþjálfunaráætlun inn á mentor. Börnin fá möppu með sér heim 1x í viku með verkefnum vikunnar sem veita foreldrum/forráðamönnum tækifæri til að taka þátt í og fylgjast með námi barna sinna. Mikilvægt er að verkefnin tengist námsefni vikunar og nemi ekki meira en einu verkefni á dag auk lesturs.

Miðstig (10 – 13 ára)

Markmið að nemendur:

  • þjálfi enn frekar það sem kennt hefur verið í skólanum

  • lesi og kynni sér námsefni til undirbúnings

  • læri að taka ábyrgð á eigin verkum

  • þrói með sér góða námstækni/námsvitund og verði sjálfstæðir í vinnubrögðum

Kennarar færa heimaþjálfunaráætlun inn á mentor. Foreldrar/ forráðamenn sjá um ásamt nemendum að heimaþjálfun sé lokið á tilsettum tíma. Mikilvægt er að verkefnin tengist námsefni vikunar og nemi ekki meira en einu verkefni á dag auk lesturs.

Unglingastig (14 – 16 ára)

Markmið að nemendur:

  • þjálfi enn frekar það sem kennt hefur verið í skólanum

  • lesi og kynni sér námsefni til undirbúnings

  • læri að taka ábyrgð á verkum

  • þrói með sér góða námstækni/námsvitund og verði sjálfstæðir í vinnubrögðum

Nemendur fylgja áætlunum sem kennarar setja inn í mentor. Hluti af því er að vinna heima til að ljúka áætlunum á tilsettum tíma og/eða undirbúa sig fyrir komandi tíma og veita foreldrum/forráðamönnum tækifæri til að taka þátt í og fylgjast með námi barna sinna. Flestir nemendur eru færir um að fylgjast sjálfir með áætlunum en þurfa samt aðstoð foreldra við að halda utanum og skipuleggja nám sitt.

Hlutverk kennara, nemenda og foreldra/forráðamanna í heimaþjálfun

Kennarar:

  • Setja fyrir og hafa eftirlit með að heimavinna sé unnin.

  • Sjá til þess að heimaþjálfun sé við hæfi nemenda.

  • Kennarar meta stöðuna og leiðbeina nemendum í átt að næsta markmiði

Nemendur:

  • Skipuleggja heimaþjálfunina með foreldrum.

  • Setja það í forgang að ljúka við verkefnin og skilar á tilsettum tíma.

  • Meta verkefnið, hvað er gott, hvað mætti gera betur

  • Leggja sig jafn vel fram við heimaþjálfun og aðra skólavinnu hvað varðar frágang og viðleitni.

  • Nýta endurgjöf kennara

Foreldrar/forráðamenn:

  • Skapa gott námsumhverfi heima.

  • Fylgjast með og hjálpa barni sínu að ljúka við heimaþjálfun á réttum tíma.

  • Hjálpa barninu til að áætla tíma til heimaþjálfunar.

  • Styðja við bakið á barni sínu, leiðbeina og hvetja það áfram við námið.

  • Láta kennarann vita ef heimavinna er ekki við hæfi nemenda (til dæmis of létt/of erfið).

Skilaboð til foreldra

Unnið er að innleiðingu leiðsagnarnáms í skólanum okkar. Hér eru nokkur atriði sem eru gagnleg fyrir foreldra nemenda sem vinna eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms

  • Talsmáti – við segjum við nemendur :

  • Þú getur lært

  • leggðu þig fram

  • Vertu duglegur

  • Hrós - við hrósum fyrir vinnuframlag, ekki eiginleika. Það þýðir að við hrósum nemendum fyrir:

  • Að leggja sig fram

  • Að sýna áhuga

  • Að halda áfram þó verkefnið sé krefjandi

  • Heimanám – foreldrar þurfa ekki að vera sérfræðingar í vinnu barna sinna

  • Aðalatriðið er að vera verkstjóri

  • Halda barninu að vinu

  • Hvetja barnið til að finna lausn sjálft

  • Hrósa barninu fyrir að finna lausn eða sýna frumkvæði

Endurskoðað haust 2022.