Um skólann

Grunnskóli Bolungarvíkur er samtengdur við Íþróttamiðstöðina Árbæ sem er mikill kostur. Félagsmiðstöðin Tópaz er einnig til húsa í skólanum. 

Í næsta nágrenni eru Tónlistarskóli Bolungarvíkur og heilsugæslustöðin.  

Nemendur veturinn 2016-2017 eru 134 af fimm þjóðernum. Þessi fjölþjóðlegi nemendahópur gefur skólastarfinu skemmtilegt yfirbragð.

Við skólann starfa 15 kennarar með leyfisbréf til kennslu og einn leiðbeinandi sem hefur lokið B.ed. í kennslufræðum. Þá starfa 16 aðrir starfsmenn við skólann. Alls starfa því 32 við skólann. 

Skólastjóri skólans er Stefanía Helga Ásmundsdóttir.

Aðstoðarskólastjóri er Steinunn Guðmundsdóttir

Deildarstjóri er Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir

Rekstrarkostnaður grunnskólans í fjárhagsáætlun 2016 er áætlaður 241 milljón króna.  

Rekstrarkostnaður mötuneytis saman stendur af launakostnaði sem nemur 8,8 m.kr. og öðrum rekstrarkostnaði, sem er 12,7 m.kr. Innheimtartekjur mötuneytis eru 10 m.kr.