Námsmat

Námsmat og próf

Námsmat grundvallast af lögum um grunnskóla nr.91/2008 en þar má lesa í 27.grein:

,,Mat á árangri og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi. Tilgangur þess er að fylgjast með því hvernig nemendum tekst að mæta markmiðum aðalnámskrár og ná námsmarkmiðum sínum, örva nemendur til framfara og meta hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Nánari ákvæði um námsmat skulu sett í aðalnámskrá grunnskólans.“

Það eru ekki allir sem fá sambærilegt próf. Einstaklingsmiðað nám leggur áherslu á að hver nemandi fái námsmat út frá sínum þroska, getu og bakgrunni. Þegar um slíkt er að ræða er það merkt sérstaklega á námsmatsblöðum.

Frávik annars konar við prófatöku geta verið ólík eins og t.d. próf lesin fyrir nemendur, nemendur fái lengri tíma við úrlausn prófsins, lituð prófablöð eða stækkuð allt eftir þörfum þeirra sem eru með frávik.

Skólaárið í Grunnskóla Bolungarvíkur skiptist í tvær annir. Í lok hvorrar annar er nemendum gefinn vitnisburður, byggður á stöðumati (símati) og prófum. Ekki eru haldnir sérstakir prófdagar heldur fléttast þeir inn í skólastarfið fyrir annarlok. Annaskipti eru í desember (sjá frekari upplýsingar á skóladagatali).

Niðurstöður og markmið samræmdra mælinga

Markmið skólans er að samræmdar mælingar séu nýttar til þess að fylgja eftir eðlilegum framförum nemenda. Séu nemendur ekki að ná framförum á milli mælinga verði brugðist við og aðferðum breytt. Ásættanlegar framfarir eru metnar í hverju tilviki fyrir sig.

Markmið skólans er að á heildina sé skólinn ávallt að bæta heildarárangur sinn á milli mælinga

Yfirfarið ágúst 2022