Nemendaverndarráð

  • Nemendaverndarráð

    Í skólanum er nemendaverndarráð sérstakur vettvangur til að vinna að hagsmunum nemenda, vernd og öryggi í skólastarfi í samræmi við reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

    Hlutverk nemendaverndarráðs er meðal annars:

    Að gæta hagsmuna nemenda í skólanum, vernda þau og styðja með því að; taka við tilvísunum nemenda sem þurfa stuðning vegna líkamlegra, félagslegra og / eða sálrænna erfiðleika.
    Samræma og samhæfa þjónustu skóla við nemendur sem eiga við náms- og eða tilfinningalegan vanda að etja.
    Meta þörf nemenda fyrir greiningu sérfræðinga (sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara).
    Ræða málefni nemenda sem þarfnast sértækra úrræða eins og sjúkrakennslu.
    Vísa málefnum einstakra nemenda til frekari úrlausnar.
    Vinna tilkynningar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur barnaverndarlaga.
    Vera tengiliður og til samráðs við aðila utan skólans s.s. félagsþjónustu, heilsugæslu, BUGL ofl.

    Í nemendaverndarráði eru:

    Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir – skólastjóri
    Helga Jónsdóttir deildarstjóri stoðþjónustu
    Guðný Hildur Magnúsdóttir – félagsráðgjafi
    Helena Hrund Jónsdóttir – hjúkrunarfræðingur
    Dagný Sif Snæbjarnardóttir - fulltrúi barnavernda 

Uppfært ágúst 2022