Íþróttahátíð 2023

13.10.2023

  • 20231012_134447

Íþróttahátíð Grunnskóla Bolungarvíkur sem fram fór í gær lauk með sigri Rauða hópsins.

Þátttakendur hátíðarinnar komu frá Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ, Reykhólum, Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði. Hluti gestanna gisti í skólanum í nótt og tekur nú þátt í skóladeginum á unglingastigi.

Frá árinu 2015 hefur keppnin farið þannig fram að nemendur allra skóla skrá sig á þær greinar sem þeir vilja taka þátt í og eftir það er þeim skipt í fjóra litahópa (gulur, rauður, grænn og blár) af íþróttakennara GB svo keppa þau saman sem lið. Með þessu ná nemendur að kynnast innbyrðis og reyna um leið á samstarfshæfni sína.

Keppt var í sundblaki, sundi, bandý, körfubolta, fótbolta, skotbolta/dodgeball, borðtennis, skák og spurningakeppni.

Nemendur og kennarar á unglingastigi skólans hafa veg og vanda að hátíðinni og eiga hrós skilið. 

Eftir vel heppnaða hátíð var haldið ball þar sem var dansað, hlegið og haft gaman. 

20231012_10030120231012_11415820231012_11370620231012_100116