Jólagleði í skólanum

6.12.2023

  • 403403979_323382140511294_3746954603816059740_n

Vikan hófst á því að skólinn var færður í jólabúning þegar jólamyndirnar voru settar upp í glugga.

Allt frá árinu 1980 hefur skólinn verið skreyttur með jólamyndum. Vikan hófst á því að skólinn var færður í jólabúning þegar jólamyndirnar voru settar upp í glugga. Margir dást að listaverkunum sem myndirnar eru í gluggum skólans.

Í matsalnum hefur jólatré verið sett upp og skreytt. Aðventustund var haldin á mánudaginn þar sem nemendur og starfsfólk skólans komu saman og sungu nokkur jólalög við undirleik Magnúsar Traustasonar.

Nokkrar starfskonur skólans tóku sig til í byrjun árs og hófust við að prjóna jólapeysur. Peysurnar voru svo frumsýndar þriðjudaginn 5. desember.

1_1701878098397366089994_740285481252129_3921688254897674500_n406158954_1032175344781422_1292822016410938618_n406493535_1072252370476033_8012258508544063891_n403416577_2654279024721553_3335584641818090389_n406925330_1103818537454714_5877530356895091260_n