LÆRVEST ráðstefna

18.4.2023

  • LAERVEST

Starfsmenn skólans voru á faraldsfæti á starfsdegi skólans 14. apríl

Starfsdagur starfsmanna skólans þann 14. apríl var vel nýttur til náms og leiks. Hluti af starfshópnum fór til Reykjavíkur í skólaheimsókn og á ráðstefnu. Starfshópurinn skipti sér á milli þriggja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, Ísaksskóla, Hlíðarskóla og Vatnsendaskóla þar sem fengnar voru kynningar á starfsemi skólanna s.s. 5 ára deild, námsverum, leiðsagnarnámi og annars konar íhlutun.

LÆRVEST er samstarfsverkefni sem kennarar á Vestfjörðum hafa unnið saman undanfarin tvö ár. Samstarfið fól í sér að gæðagreina eigin starfshætti út frá viðmiðum í anda hugmynda um einstaklingsmiðað nám, lýðræðislegt og nemendamiðað skólastarf og norrænu gæðaviðmiðunum “Frá draumi til veruleika”. Uppskeruhátíð undanfarinna tveggja ára var haldin með ráðstefnu föstudaginn 14. apríl, þar sem kennarar kynntu verkefni úr sínum skóla sem einkennast af samþættingu, áherslu á lýðræði, sköpun, lykilhæfni og grunnþætti menntunar.

Guðrún Guðfinnsdóttir talaði á ráðstefnunni fyrir hönd miðstigs. Rúna sagði frá verkefninu Betri heimabyggð sem nemendur unnu með frábærum og eftirtektarverðum árangri og fellur undir þau gæðaviðmið sem unnið með ásamt sögum af frumkvæði nemenda.

Vésteinn Rúnarsson talaði á ráðstefnunni fyrir hönd unglinga stigs. Kennarar á unglingastigi eru duglegir að framselja skipulag til nemenda. Hin margrómaða íþróttahátíð er dæmi um slíkan viðburð þar sem kennarar leiða þá vinnu sem þarf að fara fram en nemendur stjórna. Vésteinn sagði frá íþróttahátíðinni og skipulagi hennar.

Bæði Guðrún og Vésteinn tóku þátt í pallborðsumræðum þar sem þau svöruðu spurningum ráðstefnugesta er varðar verkefnin sem þau kynntu.

Hópur starfsmanna fóru á námskeið í indverskri matargerð, þar sem farið var yfir einföld atriði í indverskri matargerð. Farið var yfir meðhöndlun á hráefni, kryddnotkun, matreiðsluaðferðir ásamt því að leika sér við bragðlaukana.

20230414_152616 20230414_16230620230414_173225340244003_271380991878846_6814899053969469000_n