Litahátíð miðstigs

20.10.2023

  • Gulir

Gula liðið fagnaði sigri

Mikið var um að vera á miðstigi vikuna 9.-13. október. Nemendum hafði verið skipt í lið og hófst vikan á því að liðin völdu sér fyrirliða, þar fá nemendur tækifæri að máta sig í leiðtogahlutverk en einnig voru allir nemendur hvattir til að huga að því hvernig þeir gætu verið jákvæðir leiðtogar hvort sem þau voru fyrirliðar liðsins eða ekki. Að því loknu tóku við leikir í íþróttahúsi þar sem góð samskipti og samvinna skiptu miklu máli.

Í vikunni voru ýmis verkefni unnin þar á meðal að búa til stuðningslag og eða texta, skilti, nafn á liðið, handaband og fleira en á fimmtudag og föstudag stóð litahátíðin sem hæðst þar sem keppni á milli liðanna stóð yfir. Á fimmtudegi útfærðu liðin myndbanda verkefni undir nafninu „Í fréttum er þetta helst“ en þar gáfu liðin hvort öðru sérstök orð sem þyrftu að koma fram. Útkoman voru 3 stórskemmtileg myndbönd frá liðunum.

Á sjálfum keppnisdeginum, föstudag, var keppt í skák, skutlugolfi, spurningakeppni, fótbolta, körfubolta, boccia, badminton og skotbolta. Keppnisdagurinn einkenndist af mikilli gleði og spennu þar sem allir geta verið mjög stoltir af frammistöðu sinni. Litahátíðinni lauk svo síðastaliðinn þriðjudag þar sem horft var á myndbandaverkefni liðanna og sigurvegarar krýndir. Í ár var það gula liðið sem fagnaði sigri en auk þess að bera sigur í samanlögðum stigafjölda á keppnisdegi fengu þau flest bónusstig sem veitt voru fyrir liðsheild og liðsbrag yfir vikuna.

20231013_09252320231013_092733-0-20231013_09270820231013_09271720231013_100254