Mini Morfís 2023

5.10.2023

  • Logo

Tekist var á um mikilvæg málefni sem öll tengjast sjálfbærni. 

Miðvikudaginn 4. október var haldin Mini Morfís á unglinga stigi. Ræðukeppnin er hluti af samþættingu námsgreina og var tekist á um mikilvæg málefni sem öll tengjast sjálfbærni.

Keppnin var í fjórum viðureignum þar sem tvö lið töluðu með eða á móti fyrir fram ákveðnu viðfangsefni.

Dómarar voru þau Gunnar Ólafsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir.

Viðurkenningar voru veittar fyrir besta frammistöðu liðs og bestu ræðumenn hverrar viðureignar.

Þau lið sem urðu hlutskörpust í hverri viðureign voru:

· Rafbílavædd Bolungarvík 2025 Með

· Laxeldi í Ísafjarðardjúpi Á móti

· Vindmyllur í Skálavík Á móti

· Það á að virkja Dynjanda Á móti

Þeir ræðumenn sem hlutu sérstakar viðurkenningar voru þau Sigurborg Skúladóttir, Rakel Eva, Stefanía Rún og Wiktor. Sérstök hvatningarverðlaun hlutu þeir Thammapon og Anthony.

2_1696517922903

1_1696517923649IMG_7990IMG_798920231004_090017