Pangea stærðfræðikeppnin

29.4.2022

  • Pangeagunnarolafur

Gunnar og Ólafur í úrslitum Pangea stærðfræðikeppninnar

Grunnskóli Bolungarvíkur tók í vetur þátt í Pangea Stærðfræðikeppni fyrir 8. og 9. bekk en yfir 4000 nemendur frá 62 skólum tóku þátt í ár. Keppt er í 3 umferðum. Allir taka þátt í fyrstu umferð, um helmingur kemst í 2 umferð og síðan eru úrslit þar sem 50 stigahæstu nemendurnir í hvorum árgangi keppa. Í ár náðum við þeim einstaka árangri að tveir nemendur í 9. bekk komust í úrslit og er það í fyrsta skipti sem nemendur úr Grunnskóla Bolungarvíkur komast alla leið í úrslitin. Þeir Gunnar Egill Gunnarsson og Ólafur Hafsteinn Sigurðarson komust alla leið og stóðu sig frábærlega í úrslitunum. Gunnar endaði í 15. sæti yfir landið með 31 stig og Ólafur endaði í 29. sæti yfir landið með 27 stig. Við óskum þessum drengjum innilega til hamingju með þennan árangur.