Ráðstefna um menntamál

10.4.2024

  • Gaedastarf5ara

Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli

Föstudaginn 12. apríl verður haldin ráðstefna um menntamál, Hvað er góður skóli? Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli, í Hofi á Akureyri. Það er skólaráðgjafastofan Ásgarður sem stendur fyrri ráðstefnunni og á henni koma fram kennarar, skólastjórnendur, ráðgjafar og stjórnendur sveitarfélaga sem þekkja vel notkun gæðaviðmiða skólastarfsins. 

Fulltrúar skólans á ráðstefnunni verða þær Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir og Steinunn Ragnarsdóttir en þær munu fjalla um Gæðastarf með 5 ára nemendum við Grunnskóla Bolungarvíkur.  Við erum stolt af því að geta miðlað reynslu okkar og vinnu með öðrum.