Skil á milli stiga

24.4.2024

  • 370087676_2349080698627949_1099122613596215783_n

Nemendur kynnast aðstæðum á nýju stigi innan skólans

Í þessari viku kynnast nemendur skólastarfinu á nýju stigi. Nemendur í 5 ára deildinni, tilvonandi 1. bekkur, fara upp á yngsta stig, 4. bekkur fer upp á miðstig og 7. bekkur fer upp á unglingastig. Í þessum heimsóknum kynnast nemendurnir nýju umhverfi, á nýju stigi, og kennurum sem koma að því.

Á sama tíma fáum við tilvonandi nemendur 5 ára deildar til okkar í heimsókn og fá þau þá að kynnast húsakynnum skólans, umhverfi hans og starfsfólki.

Þetta skipulag hefur reynst nemendum okkar vel þeir eru öruggari og eiga auðveldara með upphaf nýs skólarárs.