Skipulag 3.-17. nóvember

2.11.2020

Sæl

Eftir að hafa kynnt okkur reglugerðina um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þá verður skipulagið svona til 17. nóvember. Ítreka þó að við erum að fara í frí, miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessari viku.

Við ætlum að halda tímaskipulagi á morgnana eins og við vorum búin að kynna fyrir ykkur, nema miðstigið mætir í aðalanddyri skólans.

Yngsta stig kl. 8 í aðalanddyri skólans, nemendur fara beint upp í stofu ( skólinn opnar á sama tíma og vanalega).

5.-6. b kl. 8:15 í aðalanddyri skólans, nemendur fara beint inn í stofu.

7. b kl. 8:30 í aðalanddyri skólans, nemendur fara beint inn í stofu.

8.b kl. 8:15 í anddyri mötuneytis- fara beint upp í stofu.

9.og 10. b kl. 8:30 í anddyri mötuneytis – fara beint upp í stofu.

Búið er að skipuleggja grautartíma, ávaxtastund og hádegismat þannig að hóparnir hittast ekki. Þar sem að íþróttir og sund falla niður skerðist skóladagurinn eitthvað hjá mið og unglingastigi.

Það er ekki heilsuskóli þannig að nemendur í 3. og 4. bekk fara heim að hádegismat loknum.

Allir nemendur í 5.-10. bekk þurfa að nota grímur þar sem ekki hægt er að tryggja 2m regluna, sama gildir um starfsmenn. Við hvetjum nemendur til að koma með eigin grímur, en við eigum ef einhverjum vantar.

Kær kveðja Halldóra Dagný og Steinunn