Skólinn er hafinn

23.8.2023

  • 20230822_090441

Skólasetning Grunnskóla Bolungarvíkur fór fram í 142 sinn

Skólasetning Grunnskóla Bolungarvíkur fór fram í 142 sinn þriðjudaginn 22. ágúst. Halldóra Dagný, skólastjóri, setti skólann.

Guðbjörg Stefanía, deildarstjóri, bauð nemendur, foreldra og forráðamenn, starfsmenn skólans og aðra gesti velkomna á setninguna. Sylvía Rós Hermannsdóttir nemandi 7. bekkjar spilaði titillag kvikmyndarinnar Titanic, My heart will go on, á píanó.

Skólaárið hefst með 127 nemendur skráða í skólann en í byrjun september hefst aðlögun 5 ára barna í skólann og verður þá nemendafjöldinn 137.

Þessa viku leggjum við áherslu á útiveru og nám. Foreldrar og forráðamenn nemenda á öllum stigum ættu að vera komnir með dagskrá stiganna inn á Mentor.

Sylvía Rós Hermannsdóttir spilaði á píanó 
366306005_251800804441160_1687029730385683394_n

Fjölmennt var á skólasetningu skólans.

20230822_09030820230822_090459