Þorrablót 2021

30.1.2021

Þorrablót 2021

Þegar við vorum búin að lesa, þá komu 1. – 4. bekkur saman í 3. bekkjar stofuna. Við byrjuðum á því að syngja lög. Þegar við vorum búin með lögin byrjaði 4. bekkur með skemmtiatriði, dansinn hans Daða Freys. Svo fékk 1. bekkur að sýna atriðið sitt, svo 2. bekkur. Svo komu frímínútur og eftir frímínútur gerði 2. bekkur annað atriði og svo gerðum við 3. bekkur atriði. Eftir öll atriðin byrjuðum við að hlusta á lög og dansa.

Ægir Gaukur

Brot úr fréttum sem 3. bekkur skrifaði um þorrablót yngsta stigs.

Fréttir í dag í grunnskóla. Þorrablót 1, 2, 3 og 4. bekkur voru með partý. Fyrst voru 4. bekkur var fyrstur og voru að dansa svo 1. bekkur. Svo eftir þetta voru krakkar líka að syngja og borða.

Julia Magdalena

Við vorum að gera leikrit með því að lesa sögu af Þorra konungi. 4. bekkur dansaði, 2. bekkur syngjaði, 1. bekkur syngjaði líka svo var grautur og svo frímínútur. Ég fór í fótbolta svo var nesti. Ég var með flatbrauð með hangikjöti.

Oskar

Eftir frímínútur voru 4. bekkur aftur, þau voru með strolluna og breyttu því yfir í bekkinn. Næst gerði annarbekkur aftur, sem gerði Selur sefur á steini. Næst gerðum við Þorraleikþátt. Ég, Emma, var Fönn og ég átti að segja: Mánuðurinn Þorri hefst á föstudegi í 13. viku vetrar. [...] Þorri hafði verið sigursæll konungur, svo sigursæll að það orðtak varð til að þeir sem höfðu hann með sér í liði, höfðu með sér allann þorrann, eða þorra manna. Næst var diskó og allir voru að dansa.

Emma Lilja

Og svo vorum í diskó og vorum í risa hring að hlusta a lög. [...] Sumir voru í borðum að gera kofin dans og það var gaman og svo vorum að fara í hring og sumir voru í hringnum að dansa, sumir voru að gera hringinn og svo fórum að dansa. [...] Við vorum að hoppa og sumir voru ekki að hoppa og við vorum að gera stóra tjútjú og það var gaman og vorum aftur að dansa. [...] Svo fóru allir í sínar stofur og þorrablótið búið.

Natan Gabriel