Dægradvöl

Dægradvöl er fyrir nemendur á Mölum og í 1.-2. bekk. Gjald er tekið fyrir vistun í dægradvöl frá klukkan 14:00, mánudaga til fimmtudaga. Á föstudögum lýkur deginum klukkan 14:00. Umsókn skoðast sem samningur um vist í dægradvöl og breyting á viðverutíma eða uppsögn á samningnum verður að tilkynna til ritara skólans í síma 456-7249 eða á netfangið bolungur@bolungarvik.is fyrir 20. næsta mánaðar á undan. Sé það ekki gert framlengist hann óbreyttur til næsta mánaðar og fæst ekki breytt.

Fyrir vistun í dægradvöl er greitt samkvæmt gjaldskrá sem bæjaryfirvöld ákveða og fer innheimta í gegnum greiðslukerfi bæjarins.

Heilsdagsvistun í Grunnskóla Bolungarvíkur

 EiningKrónur 
Mánaðargjald í dögradvöl 27.407

Afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn

Einstæðir foreldrar og námsmenn, ef báðir foreldrar eru í viðurkenndu námi, er veittur 35% afsláttur af tímagjaldi. Afslátturinn nær til fyrsta barns. 

Systkinaafsláttur

Systkinaafsláttur er 35% fyrir annað barn og gjaldfrjálst fyrir þriðja barn. Afslátturinn
er samtengdur milli daggæslu í heimahúsi, leikskóla og heilsdagsskóla. Þannig að
yngsta barn greiði fullt grunngjald, 35% afsláttur af grunngjaldi fyrir annað barn og
ekkert grunngjald fyrir þriðja barn.

Gjaldskrá heilsuskóla Grunnskóla Bolungarvíkur

Gjald fyrir heilsuskóla er 10.000 krónur á önn.

Uppsögn dagvistar í heilsdagsskóla

Segja þarf upp vistun með mánaða fyrirvara.

Yfirfarið í nóvember 2025