Lestrarljósin 2018-2019

Stefna Grunnskóla Bolungarvíkur í læsi er að ná viðmiðum Menntamálastofnunar (mms).

Í skólanum tölum við um lestrarljósin , rautt, gult og grænt.

Nemandi sem eru undir 90% viðmiði telst vera á rauðu ljósi, nemandi sem er á milli 90% og 50% telst vera á gulu ljósi og nemandi sem náð hefur 50 % telst vera á grænu ljósi. 

Þegar nemadi hefur tekið lestrarpróf er hann staðsettur á grænu, gulu eða rauðu ljósi. Skólafólk, nemandi og foreldrar taka höndum saman um að framfylgja þeim leiðbeiningum sem fylgja hverju ljósi.


Í öllum bekkjum skal:

  • Lesa upphátt í skóla helst daglega
  • upphátt a.m.k. 5 daga vikunnar, 15 mínútur í senn
  • Lestur fær rými í stundatöflunni, lestrarmenning
  • Lestrarvænt umhverfi, bækur inn í skólastofu, gott aðgengi að bókasafni
  • Tekið lestrarpróf níu sinnum yfir veturinn (þrjú MMS + sex)
  •            Yngsta stig: öll próf
  •            Miðstig: öll próf
  •            Unglingastig: Allir taka próf í upphafi skólaárs. Þeir sem náð hafa viðmiði 2 í september                        í MMS prófinu fara eingöngu í þau próf yfir skólaárið. Aðrir fara í öll próf þar til viðmiði 2 er                 náð

 Fyrirhugað er að leggja lestarpróf fyrir sem hér segir:

27. - 31. ágúst
15. - 19. október
10. - 14. desember
4. - 8. febrúar
26. - 29. mars
6. - 10. maí

Lesfimipróf frá Menntamálastofnun (mms) verða lögð fyrir í september, janúar og maí.

 Lestrarfyrirmyndir eru foreldrar, kennarar og annað starfsfólk skólans.