Skólahjúkrun

Skólashjúkrun

Skólahjúkrun er á vegum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólk skólans.

Nú í upphafi skólaárs vil ég stuttlega kynna fyrir ykkur starfsemi heilsuverndar skólabarna sem fram fer á vegum Heilsugæslunnar í Grunnskólanum í Bolungarvík. Ég er í skólanum á miðvikudögum frá 8-14 og flesta föstudaga frá 8-11. Utan þess tíma er alltaf hægt að senda mér tölvupóst og ég svara yfirleitt mjög fljótt.

Starfsemi heilsuverndar skólabarna er framkvæmd eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. Á heilsuvefnum Heilsuvera.is er yfirlit yfir áherslur í starfseminni. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þetta vel og hikið ekki við að hafa samband við mig ef einhverjar spurningar vakna.

Með bestu kveðjum og von um gott samstarf,
Helena Hrund, Skólahjúkrunarfræðingur
skolahjukrun@bolungarvik.is
helena@hvest.is

Fræðsluerindin sem farið er í eru:

1. bekkur: Hollusta - Hjálmafræðsla
2. bekkur: Tilfinningar
3. bekkur: Hollusta og hreyfing
4. Bekkur: Hamingja og slysavarnir
5. bekkur: Samskipti
6. bekkur: Kynþroskinn og börnin bjarga
7. bekkur: Tannvernd - Hugrekki
8. bekkur: Hugrekki og líkamsímynd
9. bekkur: Kynheilbrigði
10.bekur: kynheilbrigði og geðheilbrigði og börnin bjarga​

Uppfært október 2020