Jafnréttisáætlun

 Jafnréttisáætlun

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008 ber öllum fyrirtækjum og stofnum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun. Markmið og tilgangur með lögunum er að koma á og viðhalda jafnrétti, hæfileikum og færni karla og kvenna og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Sett er fram áætlun með mælanlegum og tímasettum markmiðum svo að áætlunin þjóni tilgangi sínum.

Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur er endurskoðuð á hverju hausti, endurskoðun lýkur jafnan fyrir 1. desember ár hvert en áætlunin var síðast endurskoðuð í október 2018. Jafnréttisáætlunin er í heild sinni á heimasíðu skólans Áætluninni fylgir aðgerðaáætlun. Við mat á starfsáætlun að vori er framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar staðfest.
Nóvember 2019

 Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur 2018-2019

Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur 

 Almenn markmið

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008 ber öllum fyrirtækjum og stofnum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun. Markmið og tilgangur með lögunum er að koma á og viðhalda jafnrétti, hæfileikum og færni karla og kvenna og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Sett er fram áætlun með mælanlegum og tímasettum markmiðum svo að áætlunin þjóni tilgangi sínum.

Í Grunnskólalögum nr. 91/2008 og Aðalnámskrá frá árinu 2011 er áhersla lögð á jafnrétti kynjanna og mannréttindi. Lögð er áhersla á að bæði kynin njóti sömu stöðu til náms, þátttöku í samfélaginu og atvinnulífi. Skólinn setur sér markmið í kennslu, námi og stafsháttum að komið sé í veg fyrir mismunun m.a. vegna uppruna, trúarbragða, kyns og kynhneigðar.    

Jafnrétti á að vera saman tvinnað í leik og starfi nemenda og starfsfólks, því þurfa þessir aðilar að starfa saman í þeirri trú að ekkert hamli starfsánægju þeirra. Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur tekur mið af nemendum annars vegar og starfsfólki hins vegar. Mikilvægt er að starfið mótist og taki mið af jafnrétti með mismunandi hæfileikum einstaklinga í huga. Haft er að leiðarljósi að tækifæri nemenda og starfsfólks byggi á hæfileikum og færni. Gagnkvæmt traust, jákvæði og uppbyggileg samskipti móta góðan skólabrag.

Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur er kynnt fyrir þeim sem koma að skólastarfinu. Áætlunina má finna á heimasíðu skólans og í skólanámskrá.

Starfsmenn

Jafnréttisstefna Bolungarvíkurkaupstaðar leggur áherslu á að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og viðhalda jafnrétti og  jöfnum tækifærum karla og kvenna innan sveitafélagsins. Bolungarvíkurkaupstaður vinnur að því að jafna áhrif kvenna og karla á vettvangi sveitafélagsins, vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Karlar og konur skulu njóta jafnréttis í launum fyrir jafn verðmædd störf. Allir hafi tækifæri á endurmenntun og starfsþjálfun. Ásamt jöfnum möguleikum á stöðuhækkun og stöðubreytingum. Allir starfsmenn eiga að geta komið skoðunum sínum á framfæri og virðing skal borin fyrir ólíkum skoðunum.

 

Nemendur

Í lögum um jafna stöðu og rétt karla og kvenna eru ákvæðin skýr um að á öllum skólastigum skulu nemendur fá fræðslu um jafnréttismál. Í fræðslunni skal leggja áherslu á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu jafnt í fjölskyldu – og atvinnulífinu. Mikilvægt er að  leggja áherslu á að drengir og stúlkur eigi sem mestu og jafnasta möguleika í leik og starfi.

Mikilvægt er að fræðslan leggi áherslu á að nemendur læri að þekkja tilfinningar sínar og tjá þær. Í vinnu nemenda skal öllu jafna verða lögð áhersla á jafnrétti og lögð skal sérstök áhersla á að nemendur rækti með sér samkennd, tilfinningar, lífsgildi og virðingu fyrir skoðunum annarra með tillit til ólíks aldurs, kyns, fötlunar, kynhneigðar, litarháttar, menningu, trúarbragða, tungumáls, fjölskylduaðstæðna eða uppruna. Nemendur hafi jafnrétti að leiðarljósi í öllum samskiptum við aðra jafnt samnemendur og starfsfólk.

 

Aðgerðaráætlun-nemendur 

Tímasetning Markmið Aðgerð Ábyrgð  
Skólaárið 2018-2019 Nemendur í 1.-10.bekk taki reglulega þátt í skólastarfinu og þannig er tryggt að rödd þeirra fái að heyrast um þær áherslur sem þeir vilja sjá í skólastarfinu. Í upphafi skólaárs skipuleggjur nemendaráð ásamt umsjónarkennurum á unglingastigi fyrirkomulag vetrarins og setur niður viðburði og tímasetningar t.d. nemendaþing. Umsjónarkennari ásamt skólastjórnendum Sept 2018
Skólaárið 2018-2019 Að nemendur fái fræðslu um jafnréttismál og þau séu undirbúin undir þátttöku í samfélaginu, fjölskyldu og atvinnulífi. Umsjónarkennara setja í kennsluáæltun sína áætlun um jafnréttisfræðslu vetrarins. Umsjónarkennari Skólaárið 2018-2019
Skólaárið 2018-2019 Gera jafnréttisáætlun skólans sýnilega, nemendum, starfsfólki og foreldrum  Jafnréttisáætlun skólans verði aðgengileg á heimsíðu skólans og framkvæmdaáætlun kynnt á starfsmannafundi að hausti 2017. Skólastjóri

Sept 2019

Skólaárið 2018-2019

Skólaárið 2018-2019 Nemendur á miðstigi fái fræðslu um jafnrétti kynjanna. Klám og klámvæðingu ásamt hættum á netinu. Að virkja foreldra að koma inn í skólann með starfskynningar. Sérstaklega horft til starfa sem ekki teljast til ,,hefðbundinna“ karla og kvenna starfa. Umsjónarkennara Skólaárið 2018-2019
Skólaárið 2018-2019 Nemendur á miðstigi og unglingastigi fái sérstaka fræðslu um birtingamyndir staðalímyndar karla og kvenna í fjölmiðlum og á netinu. Umræður á starfsmannafundum um jafnréttisáætlun og hvernig starfsfólk styður sig við hana. Styðja starfsfólk til umhugsunar og meðvitundar um hvernig rætt er við nemendur, hvernig kennslan fer fram og hvaða námsgögn eru notuð hverju sinni Umsjónarkennara Skólaárið 2018-2019

 

 

 

 

 

Aðferðaárætlun – starfsfólk

Tímasetning Markmið Aðgerð Ábyrgð  
Skólaárið 2018-2019 Konum og körlum er starfa í Grunnskóla Bolungarvíkur skulu greidd jöfn laun og njóta sömu eða jafnverðmæt störf.

Launalistar, yfirvinnugreiðslur og viðbótarlaun vegna ákveðinna verkefna eru skoðuð reglulega með tillit til kyn starfsmanna.

Komi í ljós mismunur skal leita leiða við að leiðrétta mismuninn.

Skólastjóri og launafulltrúi Reglulega yfir skólaárið
Skólaárið 2018-2019

Konur og karlar hafa jafnan rétt til að sækja um laus störf innan Grunnskóla Bolungarvíkur. Hafa skal í huga að kynjahlutfallið hjá starfsmönnum sé sem jafnast eins og frekast sé til.

Tryggt skal að konur og karlar sem vinna sambærileg störf njóti sömu möguleika til starfsþjálfunar,  og endur- og símenntunar eða sambærilegrar menntunar til þess að auka hæfni í starfi.

 

 

Störf innan skólans eru auglýst án kynferðis.

Bæði kyn hvött til að sækja um öll störf en ef um jafnhæfa umsækjendur er að ræða skal að jafnaði ráða það kyn sem á hallar í starfsmannahópnum.

Allir starfsmenn hvattir til að sækja sér menntun og þjálfun sem nýtist í starfi og upplýstir um þau tilboð sem berast skólanum.

Skólastjórnendur Reglulega yfir skólaárið
Skólaárið 2018-2019 Starfsfólki Grunnskóla Bolungarvíkur er gert kleift að samræma starf sitt og fjölskyldulíf með því að líta sveigjanleika þegar vinna er skipulögð. Vinnutími settur niður með starfsfólki þar sem sveigjanleiki er til staðar. Skólastjórnendur Reglulega yfir skólaárið
Skólaárið 2018-2019 Ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir að starfsfólk Grunnskóla Bolungarvíkur verið fyrir kynferðislegri eða kynbundnu áreiti á vinnustað. 

Fræðsla fyrir starfmenn um kynbundna og kynferðislegt áreiti. Gerð skal viðbragðsáætlun hvernig bregðast skal við komi slíkt mál upp.

Starfsmenn upplýstir hvert skal leita verði þeir fyrir eða vitni að kynbundnu eða kynferðslegu áreiti.

Skólastjórnendur Skólaárið 2018-2019

Umræður meðal

starfsfólks, nemenda og í

skólaráði

Skólastjórnendur

                                                                        Yfirfarið 12. október 2018

                                                                       Stefanía Ásmundsdóttir