Jafnréttisáætlun

  Inngangur

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/ 2008 ber öllum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun. Markmiðið með lögunum er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allir eiga að hafa jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.

Í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 er lögð áhersla á að allir fái að þroskast á eigin forsendum, geti ræktað hæfileika sína og lifað ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í þeim tilgangi að kenna nemendum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar og forréttinda

Skólastjóri ber ábyrgð á að jafnréttisáætlun sé gerð í samræmi við lög og reglur og hún uppfærð samkvæmt lögum á þriggja ára fresti. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri bera ábyrgð á að unnið sé samkvæmt aðalnámskrám grunnskóla í öllu starfi skólans.

Jafnréttisfulltrúi skólans vinnur með skólastjórnendum að útfærslum á vinnu með jafnrétti og gæta þess í samráði við skólastjórnendur að jafnréttislögum sé fylgt en einnig að vinna að útfærslu hugmynda um vinnu með jafnréttishugtakið í skólastarfinu og fá fólk í lið með sér.

Starfsfólk

Launajafnrétti, konum og körlum er starfa í skólanum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun. Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi

Konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Konur og karlar skulu hafa jafna möguleika á launuðum viðbótarstörfum innan skólans.

Þess skal gætt að í skólanum ríki jafnlaunastefna.

Marka stefnu í jafnlaunamálum.

Greina laun og fríðindi starfsmanna til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða.

Leiðrétta launin ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kvenna og karla.

Jafnlaunavottun

Stjórnendur

Stjórnendur/ Launafulltrúi

Stjórnendur/ Launafulltrúi

Sveitarfélag/ Skólastjóri

Apríl 2020

Maí 2020

Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum. Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi

Að tryggja að laus störf standi opin til umsókna fyrir konur og karla.

Að jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnu m.

Að allir starfsmenn skóla njóti sömu möguleika til endurmenntunar.

Störf í skólanum skulu auglýst þannig að auglýsingin höfði til einstaklinga af báðum / öllum kynjum. Velja skal þann umsækjanda sem hæfastur er til starfsins á grundvelli menntunar og reynslu.

Þegar ráðið er í ný störf og valið stendur á milli jafn hæfra einstaklinga af gagnstæðu kyni skal ráða þann einstakling sem er af því kyni sem er í minnihluta.

Stjórnendur skólans skulu tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Við gerð símenntunaráætlunar sé þess gætt að tilboð séu við hæfi beggja kynja.

Allir starfsmenn eru hvattir til þess að sækja námskeið eða aðra endurmenntun sem nýtist þeim í starfi

Skólastjóri/ fræðsluyfirvöld

Skólastjóri/ fræðsluyfirvöld

Skólastjóri

Skólastjóri

Jafnréttisfulltrúi

Skólastjóri

Lokið í apríl ár hvert

Lokið í júní ár hvert

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi

Skólinn sé fjölskylduvænn vinnustaður sem leggur áherslu á jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Starfsfólk er hvatt til, konur jafnt sem karlar, að sinna sameiginlegum skyldum sem foreldrar ef tveir aðilar eru í sambúð t.d. foreldraviðtölum skóla, töku fæðingarorlofs ofl.

Með jafnvægi er átt við að starfsmaður geti í samráði við yfirmann sinn eða samstarfólkstillt vinnuframlagi sínu þannig upp að mögulegt sé að sinna starfskyldum og jafnframt að sinna skyldu gagnvart fjölskyldu þegar þess þarf

Starfsmenn skulu eiga kost á hlutastörfum og sveigjanlegum vinnutíma eftir því sem aðstæður leyfa.

Gæta skal að vinnuramma og vinna hann í samráði við starfsfólk eins og auðið er.

Starfsmenn skulu ganga að störfum sínum að afloknum veikinda- eða foreldraleyfum eins og kveðið er á um í kjarasamningum.

Konum og körlum skal gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið vegna fjölskylduábyrgðar.

Skólastjóri

2020

Endurskoðað árlega að hausti

Starfsfólk og nemendur

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, ætlaðrar kynbundinnar áreitni eða ætlaðrar kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni né annað ofbeldi er ekki liðið. Því eru fyrirbyggjandi aðgerðir aðferðir og fyrirfram ákveðin viðbrögð nauðsynleg.

Starfsfólk sé meðvitað um ábyrgð og færar leiðir ef upp koma tilvik er varða kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni eða kynferðislega áreitni.

Fræðsla um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni tengd lífsleiknikennslu í öllum árgöngum.

Telji starfsmaður/nemendur að jafnrétti sé brotið skal hann leita til trúnaðarmanns eða stjórnenda til að leita lausna.

Innleiðing ýmissa leiða frá Vinnueftirliti um Viðbrögð við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi https://www.vinnueftirlit.is/vi nnuvernd/adbunadur/eineltiareitni-ofbeldi/

Skólastjóri

Trúnaðarmaður

Skólastjóri

Skólastjóri

Trúnaðarmaður

Öryggisfulltrúi

2020-2023

Nemendur

Menntun og skólastarf

Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi. Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.

Markmið Aðgerðir Ábyrgð Tímarammi

Skólinn leggur ríka áherslu á jákvæð samskipti skólans við nemendur og foreldra og við aðra sem að honum koma á einn eða annan hátt á jafnréttisgrundvelli.

Lögð er áhersla á að allt nám búi bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, bæði í einkalífi, fjölskyldulífi og atvinnulífi.

Allir nemendur skulu hafa sömu tækifæri til náms og möguleika á því að taka þátt í öllu skólastarfi.

Strákar jafnt sem stelpur fái fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.

Í skólanum er unnið samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár þar sem jafnrétti er einn af grunnþáttum menntunar.

Í stefnumótun skólans og allri áætlunargerð skal kynjajafnrétti haft að leiðarljósi.

Starfsfólk kemur fram við nemendur og hvert annað af virðingu, umhyggju og nærgætni.

Öll viðfangsefni skólans eiga að vera á þann veg að hvorki halli á stúlkur né drengi enda skal ríkja jafnræði og jafnrétti til öflunar þekkingar og leikni á fjölbreyttan hátt.

Skoða skal með gagnrýni það námsefni sem sýnir staðlaðar kynjaímyndir eða mismunar kynjum.

Strákar og stelpur fái sama viðmót og hvatningu í leik og námi.

Fræðsla um jafnrétti og mannréttindi er hluti af lífsleikni-kennslu skólans. Jafnréttisfræðsla fer fram í öllum árgöngum skólans.

Jafnréttissjónarmið skulu höfð að leiðarljósi í öllum námsgreinum. Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf varðandi nám og störf óháð kyni

Skólastjóri

Allir starfsmenn

Jafnréttisfulltrúi

Skólastjóri

Allir starfsmenn

2020-2023

Menntun til jafnréttis fjallar um hvernig aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni geta skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks. Við undirbúning framtíðarstarfsvettvangs er mikilvægt að opna augun fyrir kynskiptum vinnumarkaði og stuðla að því að námsval kynjanna verði minna kynbundið en hingað til. Það varðar miklu að ekki halli á kynin í þeim viðfangsefnum sem nemendur fást við heldur grundvallist þau á jafnræði og jafnrétti (Aðalnámskrá grunnskóla 2011). Telji nemandi að jafnrétti sé brotið, á sér eða öðrum í skólanum skal hann leita til umsjónarkennara eða skólastjóra.

Heimili og skóli

Skólinn leggur sig fram um að eiga gott samstarf við heimilin enda er samstarf allra sem að nemanda koma lykilþáttur í þroska hans og námi. Foreldrar eru alltaf velkomnir í skólann til samstarfs og þátttöku í skólastarfinu enda bera foreldrar ábyrgð á námi barna sinna í samvinnu við skólann.

Skólinn hvetur foreldra af báðum kynjum til að sækja foreldraviðtöl og taka þátt í leik og námi barna sinna og öllum foreldrum er ávallt boðið á viðburði á vegum skólans. Þess er ávallt gætt að bæði feður og mæður séu boðuð í viðtöl í skólanum og bæði feður og mæður hvött til að mæta. Foreldrum sem þess þurfa býðst túlkaþjónusta í viðtölum.

Gildistími: Jafnréttisáætlunin tekur gildi 25.04.2020

Endurskoðun: Samkvæmt 18. gr. jafnréttislaga skal endurskoða jafnréttisáætlanir á þriggja ára fresti.

Jafnréttisáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur 2020 - 2023
Næsta endurskoðun er því 01.09. 2023.