Um skólann

Grunnskóli Bolungarvíkur er samtengdur við Íþróttamiðstöðina Árbæ sem er mikill kostur. Félagsmiðstöðin Tópaz er einnig til húsa í skólanum. 

Í næsta nágrenni eru Tónlistarskóli Bolungarvíkur og heilsugæslustöðin.  

Nemendur veturinn 2018-2019 eru 143 af fimm þjóðernum. Þessi fjölþjóðlegi nemendahópur gefur skólastarfinu skemmtilegt yfirbragð.

Við skólann starfa 21 kennari, þar af eru 15 með leyfisbréf til kennslu. Þá starfa 14 aðrir starfsmenn við skólann. 

Skólastjóri skólans er Stefanía Helga Ásmundsdóttir.

Aðstoðarskólastjóri er Steinunn Guðmundsdóttir