Um skólann

Grunnskóli Bolungarvíkur stendur við Höfðarstíg og er samtengdur við Íþróttamiðstöðina Árbæ sem er mikill kostur. 

Í næsta nágrenni er Tónlistarskóli Bolungarvíkur sem hefur aðsetur að Skólastíg 3. Félagsmiðstöðin Tópaz er staðsett í Hrafnakletti, félagsheimili Ungmennafélags Bolungarvíkur.     

Nemendur veturinn 2024 - 2025  eru 137. Nemendahópurinn okkar er fjölþjóðlegur og gefur skólastarfinu skemmtilegt yfirbragð. Malir, deild fyrir 5 ára börn, er staðsett í grunnskólanum. 

Starfsmenn skólans eru 40. Þar af 22 sem sinna kennslu og 18 í öðrum störfum. 

Skólastjóri skólans er Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir .

Deildarstjóri: Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir

Deildarstjóri stoðþjónustu: Helga Jónsdóttir