Innra mat

Mat á starfsáætlun

Í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að í lok hvers skólaárs skuli fara fram mat á starfsáætlun ( áður ársskýrsla). Hér er mat á starfsáætlun Grunnskóla Bolungarvíkur eins og hún var birt haustið 2019. 

Innri mats skýrsla skólaárið 2019-2020

 Á haustdögum 2019 fór fram endurskoðun á fyrirkomulagi innra mats í Grunnskóla Bolungarvíkur. Stjórnendur settu sér það markmið að innra matið verði skiljanlegt, kerfisbundið og eðlilegur þáttur í starfsemi Grunnskóla Bolungarvíkur og kjarni þess beindist að því að tryggja gæða nám og kennslu, trausta faglega stjórnun og vel skipulagt og gott innra mat. Lykilatriði væri að skólasamfélagið viti hvar styrkleikar og veikleikar í starfsemi skólans liggja á hverjum tíma og væri í eðlilegu samræmi við kröfur yfirvalda menntamála. Hér má sjá skýrsluna.