Skólaráð

Skólaráð

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri stýrir ráðinu og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráðið fundar að jafnaði fjórum sinnum á skólaárinu. Fundargerðir skólaráðsins verða aðgengilegar á heimasíðu skólans.

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Það fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólk. Skólaráð er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda, tveimur fulltrúum foreldra og að auki einum fulltrúa úr grenndarsamfélaginu. Fulltrúi í skólaráði missir hæfi sitt til setu í ráðinu ef tengsl hans við skólann rofna.

Skólaráð Grunnskóla Bolungarvíkur 2019-2020

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri. Netfang: halldoras@bolungarvik.is
Staðgengill: Steinunn Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Netfang: steinunng@bolungarvik.is
Helga Svandís Helgadóttir, fulltrúi kennara. Netfang: hsh@bolungarvik.is
Auður Hanna Ragnarsdóttir, fulltrúi kennara. Netfang: audurr@bolungarvik.is
Sandra Bermann Þorgeirsdóttir, fulltrúi annarra starfsmanna. Netfang: sandrabth84@gmail.com
Íris Embla Stefánsdóttir, fulltrúi nemenda. Netfang: irisembla04@gmail.com
Gabriela Galka, fulltrúi nemenda. Netfang: gabrielagalka1@gmail.com
Þóranna Þórarinsdóttir, fulltrúi foreldra. Netfang: olihrauni@simnet.is
Birgir Örn Birgisson, fulltrúi foreldra. Netfang: bob@ov.is
Þórhildur Björnsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins. Netfang: albertg@simnet.is

Skólaráðið fundar tvisvar fyrir áramót, í lok október og aftur í lok nóvember. Ráðið fundar einnig tvisvar eftir áramót, í lok febrúar og í lok apríl.

Október;

Funda- og starfsáætlun skólaráðs rædd og uppfærð ef þörf þykir.
Starfsáætlun skólans yfirfarin og athugasemdir teknar fyrir.
Foreldrafélag, samstarf heimilis og skóla, upplýsingamiðlun.
Skipulag innra mats.
Starfsmannastefna, yfirfarin og athugasemdir teknar niður.
Heimaþjálfun kynnt.
Starfshættir nemendaverndarráðs, sérfræðiþjónusta.

Nóvember:

Námsmarkmið skólans m.t.t. aðalnámskrár.
Nemendafélag, hagsmunamál nemenda.
Kennsluaðferðir.
Námsmat, niðurstöður samræmdra prófa og lestraprófa.
Staða list- og verkgreinakennslu.
Endurmenntunaráætlun.
Skólanámskrá yfirfarin og rædd

Febrúar:

Viðmiðunarstundaskrá.
Niðurstöður starfsmannasamtala.
Skólareglur yfirferð.
Stundaskrárrammi næsta vetrar, valgreinar.
Starfsmannaauglýsingar.
Skóladagatal næsta vetrar

Maí:

Innritun nemenda.
Ráðningar starfsmanna.
Skipan starfsmannateyma næsta vetrar, skólahúsnæði og skólalóð, öryggi og aðbúnaður, innkaup námsgagna, matsvinna.
Mat á starfsáætlun, drög að starfsáætlun næsta árs.
Fyrirkomulag haustfunda og viðtala kennara, foreldra og nemenda yfirfarið og rætt.
Tilhögun námsmats

Ritari skólaráðs er aðstoðarskólastjóri

Yfirfarið nóvember 2019