Skólanámskrá

Skólanámskrá

Grunnskóli Bolungarvíkur starfar samkvæmt grunnskólalögum, aðalnámskrá, reglugerðum um starfsemi grunnskóla og skólastefnu Bolungarvíkurkaupstaðar. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntaks náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfsins. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.

Skólanámskrá Grunnskóla Bolungarvíkur var endurskoðuð skólaárið 2016 og áætlað er að hefja endurskoðun í nóvember 2019 og ljúka henni á heilu almanaksári.