Nemendaheimsóknir

Reglur um nemandaheimsókn í Grunnskóla Bolungarvíkur.

1.  Nemendur sem eru í fríum í heimaskólum sínum eiga ekki að sækja tíma í Grunnskóla Bolungarvíkur, enda sé þá verið að lengja skólaárið hjá þeim.

2.  Börn geta komið í tímabundnar heimsóknir í skólann að höfðu samráði við skólastjóra og umsjónarkennara, svo lengi sem 1. grein á ekki við. Ekki er gert ráð fyrir fullum skóladegi (verkgreinatímar eru ekki í boði).

3.  Þeir nemendur sem koma í skólaheimsóknir skulu mæta í skólann með verkefni frá eigin skóla, bækur og skriffæri sem við eiga og taka þátt í kennslunni eins og allir aðrir nemendur bekkjarins.

4.  Forsendur heimsóknar eru að hegðun nemandans valdi ekki truflun í bekknum.

5.  Sérstakar ástæður þurfa að vera fyrir beiðni um lengri námsdvöl og þarf að sækja um hana til sveitarfélagsins v/kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags. 

Yfirfarið ágúst 2021