Foreldrafélag

Þann 17. janúar 2012 var Foreldrafélag Grunnskóla Bolungarvíkur endurvakið eftir nokkurt hlé. Samþykkt hafa verið lög félagsins og félagsgjöld ákveðin. Mikill áhugi er meðal stjórnarmanna um að efla samstarf heimilis og skóla m.a. með fyrirlestrum, kynningum og skemmtilegum uppákomum fyrir foreldra og börn. 

Í stjórn félagsins eru:

 • Katrín Pálsdóttir, formaður, 
 • Birgir Örn Birgisson, gjaldkeri
 • Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, ritari
 • Inga Rós Georgsdóttir 
 • Inga Rut Kristinsdóttir
 • Jón Hafþór Marteinsson

Markmið félagsins eru að:
 • Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
 • Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
 • Styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla.
 • Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
 • Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.

Félagar í Foreldrafélagi GB eru allir foreldrar og forráðamenn barna í skólanum. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér markmið félagsins og taki þátt í starfsemi þess. Þannig getum við aukið samstarf heimilis og skóla og tekið betur þátt í skólagöngu barna okkar. 

9. gr. grunnskólalaga
Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Foreldrafélag.
Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.