Námsmat

Markmið með námsmati samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla 2011 er:

Mat á hæfi og framförum nemenda er reglubundin þáttur í skólastarfi, órjúfanlegur frá námi og kennslu. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur eru örvaðir til framfara og metið hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda. 

Nemendur í 4. - 10. bekk fá námsmat í bókstöfum. Nemendur í 1. - 3. bekk fá umsagnir í sínu námsmati.