Skólareglur

Skólareglur

Skólareglur

Samkvæmt reglugerð nr.1040/2011 skal hver grunnskóli setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólastjóri, kennarar og aðrir starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra skulu í sameiningu leggja sig fram um að starfsandi og skólabragur í skólanum sé sem bestur og eiga skólareglur að stuðla að því. Forsendur góðs starfsanda eru vellíðan, gagnkvæmt traust, virðing og samábyrgð allra í skólasamfélaginu. Skólareglur Grunnskóla Bolungarvíkur má sjá hér fyrir neðan.

ALMENNAR SKÓLAREGLUR

 • Skólinn er vinnustaður og sameign okkar allra. Göngum vel um skólann, berum virðingu fyrir eigum annarra og umhverfinu. Geymum yfirhafnir og skó í fatahengi og notum ruslafötur. Góð umhirða eykur öryggi og vellíðan.
 • Nemendur yfirgefa ekki skólalóðina á skólatíma án leyfis. Ef nemendur yfirgefa skólalóðina eru þau á ábyrgð foreldra.
  • Búðarferðir í frímínútum og hádegishléi eru ekki leyfðar á skólatíma nema fyrir nemendur á unglingastigi sem hafa skriflega heimild frá foreldrum.
 • Í 1. – 4. bekk notum við aldrei tyggigúmmí í kennslustund. Í 5. – 10. bekk er það undir kennurum komið hvaða reglur gilda um slíkt.

Hjólreiðar

Grunnskóli Bolungarvíkur fylgir landslögum um börn og reiðhjól. Notkun vélknúina hlaupahjóla hefur færst í vöxt og hefur Samgöngustofa farið yfir helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Foreldrar bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum að fylgja almennum umferðarreglum, velja leið í skólann sem tryggir að þau geti hjólað á gangstéttum og farið yfir á gangbraut. Bent er á að mikil þrengsli eru á skólalóðinni og hætta er á að hjólin verði fyrir hnjaski. Skólinn tekur ekki ábyrgð á þessum tækjum.

 • Notkun hjóla, hjólabretta, hlaupahjóla, rafhjóla og vélhjóla er ekki leyfð á skólalóðinni á skólatíma, nema með sérstöku leyfi. Þessi farartæki eru ekki geymd inni í skólanum heldur þarf að geyma þau fyrir utan skólabygginguna.

Notkun farsíma og snjalltækja

 • Nemendur í 1.-7.bekk mega ekki koma með síma og snjalltæki í skólann. Ef um sérstök tilfelli er að ræða þarf leyfi bæði foreldra og kennara. Nemendur í 8. – 10. bekk nota ekki síma og önnur tæki í tímum nema með sérstöku leyfi kennarans. Engin truflun af völdum GSM síma eða snjalltækja má vera í kennslustundum.
 • Símarnir og önnur tæki nemenda eru á ábyrgð þeirra í skólanum, tjón vegna þjófnaðar eða skemmda verður ekki bætt af hálfu skólans. Ef símar eða önnur tæki verða fyrir tjóni í kennslustund sem krefst notkun þeirra er skólinn bótaskyldur.
 • Matsalur skólans er símalaust svæði.
 • Á ferðalögum geta nemendur haft með sér síma en verða að hlíta þeim reglum sem starfsfólk setur í ferðunum.
 • Leyfi kennara eða skólayfirvalda þarf til að taka myndir, hljóð- eða myndskeið. Gildir það í öllu skólastarfi og hvar sem farið er á vegum skólans.

SAMSKIPTI / HÁTTSEMI

 • Skólasamfélagið samanstendur af nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans.
 • Samskipti skulu einkennast af gagnkvæmri virðingu og vinsemd, kurteisi, tillitssemi, umburðarlyndi og umhyggju.
 • Allir í skólanum hafa sitt hlutverk, nemendum ber að fara eftir fyrirmælum starfsfólks skólans.
 • Skólinn er vinnustaður okkar, sýnum tillitsemi, vinsemd og virðingu í störfum.
 • Við vinnum saman að jákvæðum skólabrag.
 • Við komum fram af prúðmennsku í skólanum og annars staðar á hans vegum.
 • Ofbeldi er ekki samþykkt í orðum né gjörðum.
 • Við sinnum námi okkar eftir bestu getu.

SKÓLASÓKN/ STUNDVÍSI

 • Við virðum skólaskyldu, mætum stundvíslega, vel undirbúin og með þau gögn sem nota skal.
 • Það er skólaskylda. Foreldrum ber því að tilkynna um forföll nemenda samdægurs til skólans og verða að sækja um skriflegt leyfi ef um fleiri en tvo daga er um að ræða.
 • Foreldrar bera ábyrgð á námi barnsins ef um langtímaleyfi er að ræða.
 • Foreldri biður um leyfi á skrifstofu skólans fyrir kennslustund. Kennarar gefa ekki munnleg leyfi, þau þurfa öll að fara í gegnum skrifstofuna. Skila þarf inn læknisvottorði ef nemandi er frá í tvær vikur eða lengur. Læknisvottorð gilda fyrir þann tíma sem tilgreindur er á vottorði og ber að skila í upphafi leyfistímans.

ÁSTUNDUN

 • Við berum ábyrgð á námi okkar, námsgögnum, tækjum og leggjum metnað í vinnu okkar.
 • Við mætum undirbúin í skólann með öll þau gögn sem við þurfum að nota.
 • Við förum vel með öll námsgögn og tæki skólans, ásamt okkar eigin.
 • Við leggjum okkur fram í námi og starfi. Lögð er áhersla á að námsmat sé gert í anda leiðsagnarnáms.

HOLLUSTA OG HEILBRIGÐIR LÍFSHÆTTIR

· Við tileinkum okkur heilbrigða lífshætti.

· Mikilvægt er að nemendur/ starfsfólk fái nægan svefn og hvíld. Góð hvíld stuðlar að bættri einbeitingu og jákvæðu hugarfari.

· Hafragrautur, lýsi og ávextir eru í boði á skólatíma. Í boði er að kaupa mataráskrift í hádeginu

· Við komum með hollt og næringarríkt nesti ef við erum ekki í áskrift. Borða skal í matsal skólans.

· Sælgæti og gosdrykkir eru óheimil á skólatíma nema með sérstökum undantekningum.

· Regluleg hreyfing eykur orku, einbeitingu og vellíðan. Við nýtum okkur þau tækifæri sem gefast til útivistar og hreyfingar.

· Við gætum alltaf fyllsta hreinlætis og snyrtimennsku. Eftir íþróttatíma á að fara í sturtu.

ÁBYRGÐ, RÉTTINDI OG SKYLDUR

 • Við virðum skólareglur og berum ábyrgð á framkomu okkar og gögnum. Förum eftir fyrirmælum starfsfólks í öllu er skólann varðar.
 • Skólareglur eru settar til að stuðla að öryggi og vellíðan nemenda og starfsfólks og okkur ber að fara eftir þeim. Við höfum rétt á að lýsa skoðun okkar í þeim málum sem okkur varðar og skal tekið réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska.
 • Framkoma okkar skal einkennast af virðingu, vinsemd og umburðarlyndi. Við berum sjálf ábyrgð á persónulegum eignum, sem komið er með í skólann. Óheimilt er að koma með tæki og tól í skólann sem geta valdið skaða sé þeim beitt á rangan hátt.
 • Reykingar, rafrettur, nikótínpúðar sem og notkun, meðferð eða varsla hvers kyns vímuefna er bönnuð í skólanum, á skólalóðinni og hvar sem nemendur eru á vegum skólans.
 • Skólareglur eru í fullu gildi á öllum samkomum og í ferðum á vegum skólans, nema annað sé tekið fram.

Viðurlög við brotum á skólareglum Grunnskóla Bolungarvíkur

Viðurlög við brot á skólareglum skulu til þess fallin að hvetja nemendur til bættrar hegðunar. Brjóti nemandi af sér fer eftirfarandi ferli af stað:

Þrep eitt – nemandi er truflandi, sýnir slæma hegðun og umgengni

 • Starfsmaður ræðir einslega við nemanda, honum leiðbeint og lögð áhersla á að nemandi þekki regluna og sýni vilja til þess að gera betur næst.
 • Ef nemandi hefur ítrekað sýnt 1.þreps hegðunarfrávik, samsvarar það 2. þrepi og skal viðbrögðum framfylgt samkvæmt því.

Þrep 2 – nemandi notar særandi orð, áreitir, fylgir ekki fyrirmælum og segir ekki satt

 • Kennari hefur samband við foreldra/forráðamenn og skráir atvikið í Mentor eða tiltekin samskiptablöð. Ef nemandi sýnir ekki bætta hegðun boðar umsjónarkennari foreldra /forráðamenn til fundar og lausna er leitað.
 • Ef nemandi hefur ítrekað sýnt 2. þreps hegðunarfrávik, samsvarar það 3. þrepi og skal viðbrögðum framfylgt samkvæmt því.

Þrep 3 – nemandi beitir ofbeldi, einelti, skemmir eða hefur undir höndum vopn, vímuefni, tóbak eða tóbakslíki.

 • Starfsmaður lætur skólastjórnendur vita að 3. þreps máls sé komið upp.
 • Skólastjórnendur taka ákvörðun um framvindu málsins í samræmi við viðbragðsáætlanir skólans. Hann skráir málið og úrvinnslu þess í Mentor og gerir umsjónarkennara grein fyrir stöðu mála.
 • Haft er samband við foreldra/forráðamenn eins fljótt og hægt er og tryggt að upplýsingarnar séu mótteknar. Fundur boðaður.
 • Nemandi fer ekki aftur inn í eigin bekkjaraðstæður fyrr en fundað hefur verið og málið til lykta leitt. Skoða þarf frímínútur sérstaklega.
 • Lausnarleiðin er ákveðin í samráði við þá aðila sem málið varðar.
 • Finnist ekki viðunandi lausn er málinu vísað til fræðslumálaráðs.
 • Vísa má nemanda tímabundið úr skóla sbr. 14.gr laga um grunnskóla nr. 91/2008

Sérstök viðurlög

Símanotkun

Nemendur mega nota síma í tímum með sérstöku leyfi kennara. Ef nemendur brjóta þessa reglu fer eftirfarandi ferli af stað

 • Nemandi skilar síma til kennara
 • Foreldri/forráðamaður þarf að ná í símann í lok skóladags til ritara

Ef nemandi brýtur ítrekað þessa reglu verður farið í strangari viðurlög eins og bann við notkun síma í skóla.

Skólasókn

 • Komi nemandi of seint í kennslustund fær hann einn punkt, tvo ef hann er fjarverandi og þrjá ef honum er vísað úr tíma.
 • Seint telst það ef nemandi kemur eftir að starf er hafið, en innan við að helmingur sé liðinn af tímanum.
 • Það telst óheimil fjarvist ef nemandi mætir eftir að kennslustund er hálfnuð eða mætir alls ekki í tíma án þess að hafa fengið leyfi fyrirfram eða tilkynnt hefur verið um fjarvist.
 • Skólasókn telur á hverri námsönn fyrir sig. Umsjónarkennarar senda reglulega yfirlit um skólasókn til foreldra og/eða forráðamanna.
 • Skólasóknareinkunn byggir á eftirfarandi punktakerfi
Einkunn A B C D E
Punktar 0-4 5-13 14-35 36-60 61+

Kennarar skulu skrá í dagbók nemanda ef þeir hafa samband heim eða halda fundi vegna ástundunar. Fari punktar vegna seinkomu eða fjarvista yfir ákveðinn fjölda er gripið til eftirfarandi aðgerða:

Text Box: 3. ÞREP
Text Box: 1.ÞREP Text Box: 2. ÞREP


Text Box: 4. ÞREPText Box: 5. ÞREP

 • Ef nemanda er vísað úr kennslustund sendir viðkomandi kennari póst heim til nemanda og greinir frá málavöxtum. Nemanda er vísað til skólastjóra. Kennari skal einnig láta umsjónarkennara vita.
 • Ef slíkt gerist oftar en einu sinni tekur skólastjóri ákvarðanir um framhald málsins og upplýsir foreldra/forráðamenn.
 • Ef brottvísanir eru ítrekaðar/ef framkoma lagast ekki er hægt að vísa nemanda úr skóla meðan mál hans er kannað og fundin viðeigandi lausn. Slíkt getur jafnframt leitt til þess að viðkomandi nemandi verði útilokaður frá þátttöku í ferðum og/eða samkomum á vegum skólans um lengri eða skemmri tíma.

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Þegar grunur vaknar um skólasóknarvanda þrátt fyrir tilkynntar fjarvistir, skal skoða tilkyningar um veikindi og leyfi síðustu þriggja skólamánaða (staðfest langtímaveikindi frátalin). Skóli getur óskað eftir vottorði sé nemandi veikur í meira en einn dag. Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar eru í eftirfarandi þrepum. Gott er að styðjast við viðmið um fjölda veikinda og/eða leyfisdaga við hvert þrep, en einnig er mikilvægt að viðbrögð séu áætluð út frá stöðu hvers og eins nemanda.

Text Box: 5. ÞREPText Box: 4. ÞREPText Box: 3.ÞREPText Box: 2. ÞREPText Box: 1.ÞREPp

AFSKRIFTIR OG UMBÆTUR Á MÆTINGU:

 • Hafi enginn punktur verið skráður á nemanda í þrjár vikur fækkar punktum um 12.
 • Eftir það fækkar punktum um fjóra fyrir hverja viku.
 • Ef nemandi fær punkt byrjar kerfið upp á nýtt þ.e. það verða að líða þrjár vikur o.s.frv.

Yfirfarið í september 2022

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir