Foreldrafélag
Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla. Allir foreldrar nemenda við Grunnskóla Bolungarvíkur eru sjálfkrafa í foreldrafélagi skólans. Tilgangur félagsins er að efla félagslífið í skólanum (skipan bekkjarfulltrúa), standa fyrir föstum viðburðum á skólaárinu og stuðla að góðu samstarfi milli foreldra og skóla.
Foreldrafélagið er með facebook síðu þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna:
- Foreldrafélag Grunnskóla Bolungarvíkur (Facebook)
Ný stjórn var samþykkt á aðalfundi Foreldrafélags Grunnskóla Bolungarvíkur, 22. september 2025.
Stjórn félagsins skipa:
Formaður: Inga Rós Georgsdóttir, ingarosg@gmail.com
Ritari: Katrín Ugla Kristjánsdóttir
Gjaldkeri: Heiða Björk Guðmundsdóttir
Meðstjórnendur: Sandra Bergmann Þorgeirsdóttir og Helena Hrund Jónsdóttir
Markmið félagsins eru að:
- Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
- Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
- Styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla.
- Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
- Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
Félagar í Foreldrafélagi GB eru allir foreldrar og forráðamenn barna í skólanum. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér markmið félagsins og taki þátt í starfsemi þess. Þannig getum við aukið samstarf heimilis og skóla og tekið betur þátt í skólagöngu barna okkar.
9. gr. grunnskólalaga
Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.
Foreldrafélag.
Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Yfirfarið nóvember 2025.
